mánudagur, júní 12, 2006

Summertime, and the living is easy...

"Summertime... and the living is easy". Alveg finnst mér þetta lag vera undirspilið þessa dagana. Þegar ég heyri þetta lag þá næstum því finn ég hvernig sólin skín miskunnarlaust og söngkonunni er svo heitt að hún varla orkar að syngja lagið. Það er einmitt þannig sem okkur líður núna. Það er búið að vera svo rosalega heitt hérna, og það á ekkert rosalega vel við svona "ginger" eins og mig. Við Jón berjumst við sitt hvort vandamálið, ég reyni að halda mig í skugganum svo ég brenni ekki, en Jón er að berjast við bóndabrúnkuna. Það þarf bara að öskra "sól", þá tekur hann lit og þessa dagana þá má hann ekki stinga nefinu út án þess að fá nýjar línur á kroppinn. Ætli það sé hægt að fá stuttermaboli sem hleypa sólskininu í gegn?

Við fórum svo út í dag og versluðum okkar hina fínustu viftu, enda var hitinn í íbúðinni okkar fullmikill. Klukkan er núna hálf ellefu um kvöld og hitinn er 28°, þannig að þið skiljið að viftann er algjörlega nauðsynleg fjárfesting. Veðurspáin er svo "það sama" áfram út mánuðinn.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mmmm, hljómar nú ekki illa - sérstaklega ekki fyrir okkur í endalausu rigningunni!

kv.Vilma

13 júní, 2006 01:37  
Anonymous Nafnlaus said...

oooo mig langar í sól.....

15 júní, 2006 00:38  

Skrifa ummæli

<< Home