miðvikudagur, júní 07, 2006

KTH próftökumeistari 2006

Jæja, var að koma heim úr prófi, kom við í búðinni að kaupa smá í matinn. Þegar maður er búinn að vera svona lengi í próflestri þá er maður búinn að borða allt úr ísskápnum, átti ekkert eftir nema parmesan ost, sultu og sinnep... gat ómögulega mixað það saman í almennilega máltíð þannig að það var fínt að kaupa eithvað meira. Allavega, hlakka mikið til á föstudaginn því þá er síðasta prófið mitt í bili og Elísabet kemur heim :D

Annars las ég það á textavarpinu í hjá SVT að Geir H. Haarde er orðinn forsætisráðherra, til hamingju með það Geir. Spurning hvort það sé nokkuð spennandi að vera forsætisráðherra á þessum síðustu og verstu tímum, enginn annar virðist nenna því...

Einnig í fréttum, Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, á fín ummæli í þessari gein hér á mbl.is. Í lokin opinberar hann vanþekkingu sína með því að slá því fram að vatnsaflsvirkjanir vinni móti hlýnun andrúmsloftsins (myndun gróðurhúsalofttegunda), en til að gera það þyrfti vatnaflsvirkjunin að binda gróðurhúsalofttegundir eða kæla loftið. Síðast þegar ég vissi gerðu þær hvorugt, og eru þær því hlutlausar. Ef að þetta væri rétt sem hann segir, gætum við byggt vatnsaflsvirkjanir út um allt og kælt andrúmsloftið... eða hvað?

Jæja, silfri jóns lokið í bili :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home