þriðjudagur, júní 06, 2006

Fréttir frá Stokkhólmi



Jæja, nú er Elísabet farin heim að vinna, ég sit hérna einn og yfirgefinn í Stokkhólmi að læra fyrir próf. Sem betur fer kemur betri helmingurinn aftur út þann 9. þessa mánaðar. Við ætlum að eyða svo sumrinu saman á einhverju flakki. Það er búið að vera hörku stuð hérna í Stokkhólmi, mamma og pabbi komu í heimsókn tveim dögum eftir að Elísabet fór til Íslands, og stoppuðu í nokkra daga. Við skoðuðum Stokkhólm og njutum lífsins. Stoppið í Stokkhólmi var síðasta stoppið þeirra á ferðalagi sem þau fóru í með lögreglukórnum . Þau fóru til Finnlands, Rússlands, Eistlands og Svíþjóðar og það var víst heljarinnar stuð. Heimsóknin var fín, það eina sem við lentum í var að vindsængin okkar betu, sem ég ætlaði að krassa á var sprungin, og lak öllu loftinu, svo ég svaf bara í sófanum (mamma og pabbi fengu að gista í rúminu mínu). Ég rifjaði því upp síðasta skipti sem ég lánaði vindsængina, sem var til tveggja félaga minna sem voru með "sleep over" ... eithvað hefur nú gengið á, förum ekki nánar út í það hér :)

En annars gengur lífið bara sinn vanagang hér, prógrammið er eftirfarandi:
a) vakna
b) borða
c) læra
d) while (!(klukkan == 10))
           goto b)
e) sofa
f) goto a)

En svo lendir forritið stundum í því að krassa og ég fer að lesa eithvað á netinu... hmmm, já eða blogga. Jæja, best að snúa sér aftur að lærdómnum. Próf á morgun og svo síðasta prófið þann 9. þessa mánaðar. Um að gera að taka það á sprettinum.

Já og til hamingju með daginn pabbi :)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já til hamingju með pabba "gamla" og gangi þér vel í prófinu á föstudaginn.

Kórinn stóð sig alveg ljómandi vel í Kompási s.l. sunnudag

06 júní, 2006 18:50  

Skrifa ummæli

<< Home