laugardagur, júní 03, 2006

Hress vika

Þetta er búið að vera hin hressasta vika hjá mér. Það er greinilega líf og fjör hjá fólkinu í CCP og það er búið að vera bara frekar gaman. Í gær var mér boðið með þeim í ferð á flúðir sem hófst á hádegi. Frekar næs, maður gat valið um fjallgöngu, golf eða hestaferð og ég skellti mér á fjallið. Svo var veitt ótæpilega af viskí og bjór og svo var setið í sólinni og notið lífsins.
Það er líka búið að vera rosa gaman að hitta fjölskylduna og vini og borða íslenskan mat og nammi. Skrítið samt hvað maður saknar Nonna mikið, kannski ekki svo... enda erum við búin að vera síamstvíbbar í næstum tvö ár. Ég er vön að hafa hann í seilingafjarlægð frá mér og ég held að meðaltali hefur ekki verið meira en 2 metrar á milli okkar, sem er samt líklega vegna þess að íbúðin okkar er svo lítil... hún er svo mikið krútt!
Núna var ég að klára hluta af meistaraverkinu (ég held mig við þetta orð, ég fæ ekkert annað tækifæri til að nota þetta orð með réttu) og vonandi fer þetta þá að klárast.

Og núna! Ætla ég að drífa mig með familíunni út í göngutúr, mig grunar að það verði Búrfellgjá að þessu sinni.
Sjáumst!

P.s. nú þurfum við bara að fá Jón til að skrifa hvað hann gerði í vikunni!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home