Netkaffi í Ramallah og forsetafrúin
Ég gleymdi að segja frá því að ég fór á Austurland 2004 og hitti Dorrit og Ólaf. Frekar fyndið allt saman, ég sagði Dorrit frá því að ég væri vinkona Fidu og við spjölluðum saman. Svo heimtaði hún að ég myndi spyrja Ólaf hvort hún mætti læra magadans hjá mér. Ólafur sagði 3 sinnum ha, eða magahvað? áður en hann skildi hvað ég sagði. Svo varð hann bara fúll á svipinn og næst þegar hann hitti mig og Helgu (vinnur með mér) á sýningunni þá voru viðbrögðin "ohhh, þið aftur!" thíhíhí... Elísabet var greinilega ekki að skora mörg stig hjá forsetanum með magadansvitleysunni. En Dorrit er mjög hress, lét mig fá símann hjá sér og svona, kannski maður hringi einn daginn og lætur bjóða sér í kaffi á Bessastaði. Það gæti verið kúl! Annars heyrði ég í Fidu í dag og hún ætlar að koma heim í ágúst. Hún var stödd á netkaffi í Ramalla, sagði mér að hafa ekki áhyggjur því hún væri ekki í svo mikilli hættu. Right, maður hefur nefnilega ekki áhyggjur af vinum sínum sem ákveða að flytja í næsta hús við Arafat og taka síðan þátt í palenstínskum mótmælum af miklum móð. Afhverju valdi hún ekki teygjustökk eða basejumping, ég bara spyr???