fimmtudagur, júní 24, 2004

Netkaffi í Ramallah og forsetafrúin

Ég gleymdi að segja frá því að ég fór á Austurland 2004 og hitti Dorrit og Ólaf. Frekar fyndið allt saman, ég sagði Dorrit frá því að ég væri vinkona Fidu og við spjölluðum saman. Svo heimtaði hún að ég myndi spyrja Ólaf hvort hún mætti læra magadans hjá mér. Ólafur sagði 3 sinnum ha, eða magahvað? áður en hann skildi hvað ég sagði. Svo varð hann bara fúll á svipinn og næst þegar hann hitti mig og Helgu (vinnur með mér) á sýningunni þá voru viðbrögðin "ohhh, þið aftur!" thíhíhí... Elísabet var greinilega ekki að skora mörg stig hjá forsetanum með magadansvitleysunni. En Dorrit er mjög hress, lét mig fá símann hjá sér og svona, kannski maður hringi einn daginn og lætur bjóða sér í kaffi á Bessastaði. Það gæti verið kúl! Annars heyrði ég í Fidu í dag og hún ætlar að koma heim í ágúst. Hún var stödd á netkaffi í Ramalla, sagði mér að hafa ekki áhyggjur því hún væri ekki í svo mikilli hættu. Right, maður hefur nefnilega ekki áhyggjur af vinum sínum sem ákveða að flytja í næsta hús við Arafat og taka síðan þátt í palenstínskum mótmælum af miklum móð. Afhverju valdi hún ekki teygjustökk eða basejumping, ég bara spyr???

Always look at the...

Jæja, nú er orðið nokkuð langt síðan við blogguðum síðast. Ég hef ekki verið í miklu skapi til þess því að mér finnst ekki gaman að pósta væli. Ég settist niður og hugsaði málið þangað til ég gat póstað fréttunum og litið á björtu hliðarnar í leiðinni. Sem betur fer er ég frekar bjartsýn í eðli mínu. Í stuttu máli þá varð vesen í Háskólanum í Stokkhólmi og þeir vilja meina að ég hafi ekki réttindi til að komast í skólan í haust. Ég á í fyrsta lagi að getað komist inn um jólin. Þannig að eins og staðan í dag þá förum við ekki út fyrr en um miðjan ágúst og ég fer ekki í skóla í haust.

...og hvað? Hvað geri ég þá? Sit heima og bíð eftir að Jón komi heim úr skólanum! Nibbb, ég heyrði í magadansskóla núna um helgina og ég var boðin velkomin þangað. Þannig að ég ætla að nýta tíman fram að jólum í að dansa, (vonandi grennast og stælast í leiðinni), læra sænsku og taka kannski einhverjar áhugaverða kúrsa sem ég hefði annars aldrei tekið. Sá auglýstan kúrs um japanska menningu og viðskipti, hmmm...
Allavegana, nú læt ég mig bara dreyma um skemmtilegt sumar og ferðalög hérna heima. Samúðar/heillaóskir eru vel þegnar í commentin.

þriðjudagur, júní 08, 2004

Mánudagurinn kom og mánudagurinn fór

Í dag um hádegi fengu við vondu fréttirnar, engar íbúðir fyrir okkur í þetta skiptið. En jæja, við höldum áfram að reyna, það þýðir ekkert annað. Meira seinna...

sunnudagur, júní 06, 2004

Við bíðum eftir mánudeginum!

Nú er langt liðið síðan við skrifuðum síðast. Það er samt voða lítið að frétta af okkur núna þannig að þið hafið ekki misst af miklu. Varðandi Svíþjóð þá er það að frétta að okkur var boðið 4 íbúðir til að samþykkja og við fáum að vita á morgun hvort við fáum einhverja af þeim. Ég held að það séu litlar líkur á því, því miður, því að við aumingjarnir með bara 117 daga á listanum erum í 9-10 sæti í biðröð eftir þessum íbúðum. En maður krossar fingurnar og vonar að þið gerið það líka! Mikið væri það yndislegt ef við fengjum íbúðina þá gæti maður hætt að þurfa hafa áhyggjur af því.

Nonninn er búin að fá heilsun aftur en er á leiðinni að láta taka endajaxlana á þriðjudaginn, þannig að þessi vika fer líka í verkjastillandi og bólgueyðandi. Hann er samt svo heppin að ég er að fara á Egilsstaði á þriðjudag-föstudag þannig að nasista-hjúkkan verður ekki heima til að pynta hann.

Það er eitthvað leiðinlegt hjá okkur kommenta-kerfið, en bara til þess að koma í veg fyrir allan misskilning þá þarf maður ekki að logga sig inn. Ef maður les textan þá kemur það fram aðeins neðar. Endilega sendið okkur línur.

fimmtudagur, júní 03, 2004

Alvöru áskorun og grimmhjúkkameðattitjúd

Jæja, nú er þetta opinberlega orðið fíkn hjá mér. Ég tók íbúðaleitina upp á næsta level í dag. Ég er búin að útbúa excel-skjal þar sem að ég er búin að skrá allar íbúðirnar, hversu margir eru að bíða eftir þeim, hvar við erum í röðinni og svo reikna ég út líkurnar á því að við fáum íbúðirnar. Til að toppa allt og auka á spennuna þá get ég skipt út íbúðum á umsóknarlistanum okkar fram á hádegi á morgun. Þannig að ég fylgst reglulega með stöðunni á íbúðunum og veðja á þær sem eru meiri líkur á að við fáum. Það geta allir unnið í lottó eða í 1X2, það að reyna fá íbúð með bara 114 daga þegar aðrir eru með um 1000 er sko alvöru áskorun!

Annars er Nonninn minn orðin alveg seríúslí veikur. Í morgun skaust ég við heima og gaf honum tvo nýja PS2 leiki, og vitið menn, hann rétt leit á mig og umlaði takk. Hann brosti ekki eða neitt, ég varð alveg verulega áhyggjufull. Þannig hagar Nonninn minn sér ekki í kringum PS2, eins og ég sagði í gær þá hættir hann ekki að spila fyrr en hann missir meðvitund. Þannig að ég ákvað að vinna heima í dag og hafa auga með greyinu, reyna pína hann til að drekka vatn og svona. Ég fílaði mig eins og algjöran harðstjóra,"Jón! drekktu vatn!"," reyndu að borða!", "drekktu vatn!", " taktu verkjalyf!". Ég uppgötvaði líka að það er mjög góð ástæða fyrir því að Jón verður veikur svona sjaldan og það er hjúkkan Elísabet. Ég get ekki sagt að ég hafi slegið neitt voðalega í gegn. Enda var ég miklu meira svona grimmhjúkkameðattitjúdogþúskaltskobarahlýða-méreðahafaverraaf heldur en svona æjierþérilltelskumússímússímússí-hjúkka. Ekki skil ég hvernig Halla sys fer að, enda hef ég hana grunaða um að vera svona grimmhjúkkameðattitjúd. Svo hringdi ég í heilsugæslustöðina hérna á Seltjarnarnesi og þær sögðu okkur að koma bara strax. Eftir að hafa þekkt þjónustuna á Sólvangi í Hafnarfirði þá fékk ég bara móral. Ég meina "Vá, koma strax? En hann er ekki einu sinni hættur að anda?" En til að gera langa sögu stutta, þá er Nonninn kominn á pensillín og fer vonandi að batna.

miðvikudagur, júní 02, 2004

Ég skaut lítinn þröst

Þessa tók ég uppi í Sléttuhlið fyrir c.a. mánuði. Örugglegaflottasta mynd sem ég hef tekið. Hvað finnst ykkur um hana? Posted by Hello

Ohhh... allt þetta fólk á biðlistunum

Það er ekki spurning, að það fólk sem fer mest í taugarnar á mér þessa dagana er biðlistafólkið á www.sssb.se. Sérstaklega þeir sem eru ofar á listanum en við. Ég var svo ánægð í gær þegar við vorum að sækja um íbúðina, bara 2-3 á undan okkur með hverja íbúð. En svo bættist við í dag, og líklega bætast við fleiri á morgun. Mér líður svoldið eins og spilafíkil að horfa á veðreiðar (... í verulegu slow-motion). Ég kíki nokkrum sinnum á dag á þessa lista og mér langar ekki að vita, en samt, ég verð að kíkja. Ég geri ráð fyrir því að það komi mörgum mjög á óvart að ég get ekki hamið forvitnina í mér. En eins og staðan er í dag þá get ég lítið gert nema hugsa verulega illa til fólksin á biðlistanum og vona að það hiksti svo mikið að það merki við ranga íbúð og sæki um allt aðrar íbúðir en okkar íbúðir.

Annars er heimilið bara í sóttkví núna. Nonni er búin að vera alveg ferlega veikur síðan á laugardag. Í nótt var hann svo heitur og leið svo illa, ég hafði bara verulegar áhyggjur af elskunni minni. Svo er hann alveg ótrúlega hraustur á daginn... jað eða svona lala, alveg nógu hress til að geta spilað Playstation. Ég held hann þurfi líka að vera hálf-dauður til að geta ekki spilað Playstation... alla veganna vera hættur að anda. En núna fer aftur að koma nótt og þá fer honum aftur að versna. Ég keypti alveg helling af verkjalyfum handa honum og líka Powerrader til að drekka í nótt út af hitanum. Jæja, hjúkkustörfin kalla... góða nótt!

þriðjudagur, júní 01, 2004

Íbúðir, íbúðir, allir þurfa íbúð.

Við vorum að sækja um íbúðir til að búa í í Stokhólmi. Við gerum okkur ekki miklar vonir þar sem allir á biðlistanum virðast hafa 600 dögum lengri biðtíma en við (sá fær nefnilega íbúðina sem er búinn að bíða lengst). Við höfum samt góðann tíma til að ganga frá þessum málum þar sem skólinn hefst ekki fyrr en í haust. Þetta kemur allt í ljós bara :)