sunnudagur, júní 06, 2004

Við bíðum eftir mánudeginum!

Nú er langt liðið síðan við skrifuðum síðast. Það er samt voða lítið að frétta af okkur núna þannig að þið hafið ekki misst af miklu. Varðandi Svíþjóð þá er það að frétta að okkur var boðið 4 íbúðir til að samþykkja og við fáum að vita á morgun hvort við fáum einhverja af þeim. Ég held að það séu litlar líkur á því, því miður, því að við aumingjarnir með bara 117 daga á listanum erum í 9-10 sæti í biðröð eftir þessum íbúðum. En maður krossar fingurnar og vonar að þið gerið það líka! Mikið væri það yndislegt ef við fengjum íbúðina þá gæti maður hætt að þurfa hafa áhyggjur af því.

Nonninn er búin að fá heilsun aftur en er á leiðinni að láta taka endajaxlana á þriðjudaginn, þannig að þessi vika fer líka í verkjastillandi og bólgueyðandi. Hann er samt svo heppin að ég er að fara á Egilsstaði á þriðjudag-föstudag þannig að nasista-hjúkkan verður ekki heima til að pynta hann.

Það er eitthvað leiðinlegt hjá okkur kommenta-kerfið, en bara til þess að koma í veg fyrir allan misskilning þá þarf maður ekki að logga sig inn. Ef maður les textan þá kemur það fram aðeins neðar. Endilega sendið okkur línur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home