fimmtudagur, júní 24, 2004

Always look at the...

Jæja, nú er orðið nokkuð langt síðan við blogguðum síðast. Ég hef ekki verið í miklu skapi til þess því að mér finnst ekki gaman að pósta væli. Ég settist niður og hugsaði málið þangað til ég gat póstað fréttunum og litið á björtu hliðarnar í leiðinni. Sem betur fer er ég frekar bjartsýn í eðli mínu. Í stuttu máli þá varð vesen í Háskólanum í Stokkhólmi og þeir vilja meina að ég hafi ekki réttindi til að komast í skólan í haust. Ég á í fyrsta lagi að getað komist inn um jólin. Þannig að eins og staðan í dag þá förum við ekki út fyrr en um miðjan ágúst og ég fer ekki í skóla í haust.

...og hvað? Hvað geri ég þá? Sit heima og bíð eftir að Jón komi heim úr skólanum! Nibbb, ég heyrði í magadansskóla núna um helgina og ég var boðin velkomin þangað. Þannig að ég ætla að nýta tíman fram að jólum í að dansa, (vonandi grennast og stælast í leiðinni), læra sænsku og taka kannski einhverjar áhugaverða kúrsa sem ég hefði annars aldrei tekið. Sá auglýstan kúrs um japanska menningu og viðskipti, hmmm...
Allavegana, nú læt ég mig bara dreyma um skemmtilegt sumar og ferðalög hérna heima. Samúðar/heillaóskir eru vel þegnar í commentin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home