miðvikudagur, júní 02, 2004

Ohhh... allt þetta fólk á biðlistunum

Það er ekki spurning, að það fólk sem fer mest í taugarnar á mér þessa dagana er biðlistafólkið á www.sssb.se. Sérstaklega þeir sem eru ofar á listanum en við. Ég var svo ánægð í gær þegar við vorum að sækja um íbúðina, bara 2-3 á undan okkur með hverja íbúð. En svo bættist við í dag, og líklega bætast við fleiri á morgun. Mér líður svoldið eins og spilafíkil að horfa á veðreiðar (... í verulegu slow-motion). Ég kíki nokkrum sinnum á dag á þessa lista og mér langar ekki að vita, en samt, ég verð að kíkja. Ég geri ráð fyrir því að það komi mörgum mjög á óvart að ég get ekki hamið forvitnina í mér. En eins og staðan er í dag þá get ég lítið gert nema hugsa verulega illa til fólksin á biðlistanum og vona að það hiksti svo mikið að það merki við ranga íbúð og sæki um allt aðrar íbúðir en okkar íbúðir.

Annars er heimilið bara í sóttkví núna. Nonni er búin að vera alveg ferlega veikur síðan á laugardag. Í nótt var hann svo heitur og leið svo illa, ég hafði bara verulegar áhyggjur af elskunni minni. Svo er hann alveg ótrúlega hraustur á daginn... jað eða svona lala, alveg nógu hress til að geta spilað Playstation. Ég held hann þurfi líka að vera hálf-dauður til að geta ekki spilað Playstation... alla veganna vera hættur að anda. En núna fer aftur að koma nótt og þá fer honum aftur að versna. Ég keypti alveg helling af verkjalyfum handa honum og líka Powerrader til að drekka í nótt út af hitanum. Jæja, hjúkkustörfin kalla... góða nótt!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já í guðanna bænum reyndu að halda í honum lífi :),

Fjalar

02 júní, 2004 15:42  

Skrifa ummæli

<< Home