föstudagur, apríl 28, 2006

It's friday I'm in love!

Tjena allihopa! Þá er föstudagur runninn upp og nú bíður mín að pakka í tösku og kyssa unnustann bless. Vikan er búin að fara í mikinn hamagang, stress og læti. Ég vona að ég eigi ekki margar svona vikur eftir. Mikil orka búin að fara í lokaverkefnið. "Vissuð þið að fólk notar föt sem minjagrip yfir lífsferil sinn?" Þetta ásamt mörgu öðru höfum við verið að komast að. Já og til þess að vita meir, verðið þið að lesa meistaraverkið(og það er náttla réttnefni "meistara" verk)"Something you can't get anywhere else!"
Eníhú... Ísland, hér kem ég og ég ætla að tremma þetta í hel!
óver and át!
Elísabet

þriðjudagur, apríl 25, 2006

og veislan hélt áfram...

Veislan um helgina hætti ekki því að í gærkvöldi bauð Kolla allri hersingunni út að borða á Trädgärdsrestaurang Hermanns. Alveg frábær matur, stemming og framtak. Takk kærlega fyrir okkur Kolla og enn og aftur til hamingju með afmælið. Annars fara dagarnir núna bara í endanlausan lærdóm, sí og æ, æ og sí.
Planið hjá mér er samt að kíkja á frón núna um helgina og halda upp á Valborg með Möddu. Það var ekki hægt að láta hana eina um þetta á Íslandi, enda gæti unglingurinn tekið upp á að fá feimniskast og það má ekki, því að á Valborg er unglingum hleypt út úr öldruðu sálum, og þeir sletta úr klaufunum eins og beljur á svipuðum árstíma. Jón ætlar hinsvegar að vera fulltrúi fjölskyldunnar í Uppsölum. Þar til næst!

sunnudagur, apríl 23, 2006

Sumarið?

Páskamaturinn var æði, tókst rosalega vel og við vorum hæstánægð eftir hann. Síðan þá hefur svo sem ekki mikið gerst hjá okkur. Sumardagurinn fyrsti rann upp með snjókomu. Á föstudaginn lyftum við okkur upp og fórum á Subway niðrí bæ. (Það þarf lítið til að gleðja mann!). Skömmu áður höfðum við nefnilega rekist á þennan Subway stað og þar sem Subway hefur ekki fundist hér, þá var þetta afar ánægjuleg upplifun. Reyndar teljum við að þessi staður muni flokkast sem minnsti veitingastaður sem við höfum borðað á. Það var pláss fyrir Subway-borðið og okkur tvö... ekki mikið meir en það. Okkur fannst þetta afar mikill retró/sumar-fílingur. Í gærkvöldi bauð svo Gummi og Sveinbjörg okkur í nýju fínu íbúðina sína og elduðu fyrir okkur íslenskt lambalæri. Frekar glæsilegt hjá þeim, bæði kvöldverðurinn og nýja íbúðin. Þannig að eins og staðan er í dag, þá er sumarið komið hérna í Stokkhólmi, bæði matarræðið og veðrið!

Hafið það gott um helgina! Og til hamingju með afmælið Guðrún!

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Afsakið hlé

Eithvað til að drepa tímann þangað til við bloggum næst :)

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Nýtt myndaalbúm

Jæja, þá kom loksins að því, eftir að hafa skoðað fullt af myndaalbúmum á netinu ákváðum við að velja smugmug sem myndaalbúmið okkar. Mér sýnist svoldil vinna hafa verið lögð í viðmótið á þessari síðu og við höfum heyrt góða hluti af þessari þjónustu frá vinum okkar. Allavega, það eru komnar inn einhverjar myndir frá Berlín og páskaboðinu okkar. Hægt er að nálgast albúmið hér. Svo má sjá hlekk hérna til hægri sem vísar í albúmið.

föstudagur, apríl 14, 2006

Komin heim, og páskar framundan

Við erum komin heim frá Berlín. Þetta var fínasta ferð, gaman að hitta Berlínarbúana og skoða bæinn með þeim. Þetta er skemmtileg og svoldið sérstök borg, sem á sér mikla og magnaða sögu, allt frá 1200 fram til dagsins í dag, og WWII er bara pínkulítill hlutur af annars magnaðri sögu landsins. Þó má sjá ótrúleg menningaráhrif heimstyrjaldarinnar á mannlífinu í dag, til dæmis er hermannafatnaður og snoðklippingar nokkuð vinsæl múndering. Það gekk svona ofan og neðan að tala þýskuna, enda höfum við ekki lært stakt orð í þýsku í skóla. Okkur tókst þó að panta okkur skyndibita og svona á þýsku á meðan afgreiðslufólkið glotti bara. Þó áttu sumir það til að spjalla heilmikið við okkur á þýsku, sem við skildum voðalega lítið í, þeir eru nefnilega ekkert svakalega sleipir í Enskunni, meirasegja á flugvellinum hittum við fólk sem skildi ekki Ensku. Þrátt fyrir smá tungumálaerfiðleika var ferðin svakalega fín og við sáum og kynntumst fullt af nýjum og áhugaverðum hlutum. Við tókum fullt af myndum, en það verður sennilega eithvað í að ég setji þær á netið, einfaldlega vegna þess hversu latur ég er....

Svo fórum við út í búð að kaupa í páskasteikina. Við ætlum að bjóða Verkfræðingunum í páskamat, á sunnudaginn. Það dugði ekkert minna en að fara með ferðatösku út í búð því við keyptum svo mikið, og eigum ennþá eftir að versla kartöflur með öllu. En allavega kalkúnninn er kominn í ískápinn, ég er búinn að mæla ofninn, og ef kalkúnninn væri eithvað stærri, þá myndi hann ekki passa inn held ég. Þetta stefnir í flotta veislu hjá okkur held ég bara. Best að fara samt sparlega í sjálfshólið því það á svo eftir að koma í ljós hvernig það tekst að elda kalkúnan. Framhald seinna...

sunnudagur, apríl 09, 2006

Við erum stödd í Berlín

Fyrir þá sem eru farnir að undrast um okkur, þá erum við stödd í Berlín. Hafið það gott og við lofum að skrifa meira á bloggið þegar við komum heim.

laugardagur, apríl 01, 2006

Náttföt og hælaskór

Ég er veik... Mér finnst ekki gaman að vera veik. En sem betur fer virðist þetta bara ætla verða eins dags pirringur og vesen. En þrátt fyrir það, þá finnst mér bara ekkert gaman að vera veik. Ég missti líka af partíi sem mig langaði svo í. Það er SVO langt síðan ég hef djammað. Ég var að ljúka samtali í partíið þar sem ég heyrði í bakgrunninum verið að segja frá afar dúbíusum karakterum sem mar kynntist á Benidorm... ohhh hvað mig langaði að vera með. En svona er þetta víst, mar getur ekki fengið allt! Kolla og Dagný eru búin að lofa mér djammi og dansi annaðhvort um páskana eða helgina eftir páska. Ohh... hvað mér hlakkar til. Kannski get ég prufukeyrt nýju hælaskónna sem Jón gaf mér! Ég er að spá í að skella mér í þá, fara í náttföt, koma mér vel fyrir í sófanum og borða nammi og horfa á imbann.... það mun kannski bara rætast úr kvöldinu, svona þrátt fyrir allt!