föstudagur, apríl 14, 2006

Komin heim, og páskar framundan

Við erum komin heim frá Berlín. Þetta var fínasta ferð, gaman að hitta Berlínarbúana og skoða bæinn með þeim. Þetta er skemmtileg og svoldið sérstök borg, sem á sér mikla og magnaða sögu, allt frá 1200 fram til dagsins í dag, og WWII er bara pínkulítill hlutur af annars magnaðri sögu landsins. Þó má sjá ótrúleg menningaráhrif heimstyrjaldarinnar á mannlífinu í dag, til dæmis er hermannafatnaður og snoðklippingar nokkuð vinsæl múndering. Það gekk svona ofan og neðan að tala þýskuna, enda höfum við ekki lært stakt orð í þýsku í skóla. Okkur tókst þó að panta okkur skyndibita og svona á þýsku á meðan afgreiðslufólkið glotti bara. Þó áttu sumir það til að spjalla heilmikið við okkur á þýsku, sem við skildum voðalega lítið í, þeir eru nefnilega ekkert svakalega sleipir í Enskunni, meirasegja á flugvellinum hittum við fólk sem skildi ekki Ensku. Þrátt fyrir smá tungumálaerfiðleika var ferðin svakalega fín og við sáum og kynntumst fullt af nýjum og áhugaverðum hlutum. Við tókum fullt af myndum, en það verður sennilega eithvað í að ég setji þær á netið, einfaldlega vegna þess hversu latur ég er....

Svo fórum við út í búð að kaupa í páskasteikina. Við ætlum að bjóða Verkfræðingunum í páskamat, á sunnudaginn. Það dugði ekkert minna en að fara með ferðatösku út í búð því við keyptum svo mikið, og eigum ennþá eftir að versla kartöflur með öllu. En allavega kalkúnninn er kominn í ískápinn, ég er búinn að mæla ofninn, og ef kalkúnninn væri eithvað stærri, þá myndi hann ekki passa inn held ég. Þetta stefnir í flotta veislu hjá okkur held ég bara. Best að fara samt sparlega í sjálfshólið því það á svo eftir að koma í ljós hvernig það tekst að elda kalkúnan. Framhald seinna...

3 Comments:

Blogger Dagny Ben said...

Mmmmmm...hlakka geðveikt til að smakka herlegheitin :0)

14 apríl, 2006 13:19  
Blogger Magdalena said...

Flýtið ykkur endilega að flytja til Íslands svo þið getið haldið svona matarboð fyrir mig *englabros*

14 apríl, 2006 19:18  
Anonymous Nafnlaus said...

Gangi ykkur vel með eldamennskuna dúllurnar mínar og GLEÐILEGA PÁSKA!!! :) Kv. Ella

14 apríl, 2006 22:25  

Skrifa ummæli

<< Home