laugardagur, apríl 01, 2006

Náttföt og hælaskór

Ég er veik... Mér finnst ekki gaman að vera veik. En sem betur fer virðist þetta bara ætla verða eins dags pirringur og vesen. En þrátt fyrir það, þá finnst mér bara ekkert gaman að vera veik. Ég missti líka af partíi sem mig langaði svo í. Það er SVO langt síðan ég hef djammað. Ég var að ljúka samtali í partíið þar sem ég heyrði í bakgrunninum verið að segja frá afar dúbíusum karakterum sem mar kynntist á Benidorm... ohhh hvað mig langaði að vera með. En svona er þetta víst, mar getur ekki fengið allt! Kolla og Dagný eru búin að lofa mér djammi og dansi annaðhvort um páskana eða helgina eftir páska. Ohh... hvað mér hlakkar til. Kannski get ég prufukeyrt nýju hælaskónna sem Jón gaf mér! Ég er að spá í að skella mér í þá, fara í náttföt, koma mér vel fyrir í sófanum og borða nammi og horfa á imbann.... það mun kannski bara rætast úr kvöldinu, svona þrátt fyrir allt!

3 Comments:

Blogger Magdalena said...

þú ert svo mikill snillingur Elísabet!

Láttu þér batn´eskan

01 apríl, 2006 13:00  
Anonymous Nafnlaus said...

æiii ooo en leiðinlegt ohh já nei ekki gaman að vera veikur. Gott plan skelltu þér í skóna ekki spurning!! Farðu vel með þig krúsin mína, verðum í bandi
knús, ásta

01 apríl, 2006 22:24  
Anonymous Nafnlaus said...

Æææ litla mús....ég vona að þér sé batnað núna! Knússsss kv. Ella

03 apríl, 2006 12:45  

Skrifa ummæli

<< Home