Sumarið?
Páskamaturinn var æði, tókst rosalega vel og við vorum hæstánægð eftir hann. Síðan þá hefur svo sem ekki mikið gerst hjá okkur. Sumardagurinn fyrsti rann upp með snjókomu. Á föstudaginn lyftum við okkur upp og fórum á Subway niðrí bæ. (Það þarf lítið til að gleðja mann!). Skömmu áður höfðum við nefnilega rekist á þennan Subway stað og þar sem Subway hefur ekki fundist hér, þá var þetta afar ánægjuleg upplifun. Reyndar teljum við að þessi staður muni flokkast sem minnsti veitingastaður sem við höfum borðað á. Það var pláss fyrir Subway-borðið og okkur tvö... ekki mikið meir en það. Okkur fannst þetta afar mikill retró/sumar-fílingur. Í gærkvöldi bauð svo Gummi og Sveinbjörg okkur í nýju fínu íbúðina sína og elduðu fyrir okkur íslenskt lambalæri. Frekar glæsilegt hjá þeim, bæði kvöldverðurinn og nýja íbúðin. Þannig að eins og staðan er í dag, þá er sumarið komið hérna í Stokkhólmi, bæði matarræðið og veðrið!
Hafið það gott um helgina! Og til hamingju með afmælið Guðrún!
Hafið það gott um helgina! Og til hamingju með afmælið Guðrún!
2 Comments:
Hvar funduð þið Subway?
Hann er á Kungsgötunni, á milli Drottningargötunnar og Vasagötunnar. Þetta er héðan í frá minn official þynnku-mats-staður!
Skrifa ummæli
<< Home