mánudagur, janúar 31, 2005

Maður lærir að þrýsta á hnappa

Og skólinn heldur áfram. Núna skilum við case-lausnum í hverri viku sem setur ágætispressu á fólk. Mér finnst það ágætt, það eina sem er erfitt er að byrja vinna með nýju fólki undir pressu. Maður veit ekki alveg á hvaða hnappa á þrýsta og hverja ekki ... og nei, ég er ekki að tala um þnjóhnappa. Maður þarf að læra á fólk, svona "the hard way" eins og það er kallað. En hvaða önnur leið er svo sem til. Þetta fólk er líka voðalega hrifið að því að djamma á mánudögum. Það er aftur djamm í kvöld, ég nennti samt alveg ómögulega. Borðaði restina af Enchiladanu, sem ég gerði í fyrradag handa okkur, í kvöldmat og skellti mér svo í ræktina, ferlega dugleg. Já svo drakk ég ekkert kók í dag, vonandi byrjun á heilsusamlegum ferli.

Annars bjuggum við til glæsilegt stúdentalistaverk á vegginn hjá okkur um helgina. Mjög artístíst og gerir íbúðina aðeins hlýlegri. Á föstudagskvöldið var síðan haldið þvílíkt innflutningspartíinu. Við partí-púbarnir ákváðum að hanga bara inni hjá okkur og spila Star-munchkin við Kidda. Næsta dag var rusl út um alla ganga, brotin glös og flöskur og tvö borð í klessu út á götu. Svo segir maður að þessir Svíar kunni ekki að djamma! ...Ja maður getur svo sem lítið sagt um hvor þeir kunni að djamma, þeir kunna alla veganna ekki að ganga vel um, það er á hreinu.


þriðjudagur, janúar 25, 2005

Þessir svíar..

Jæja, ég ætla loksins að skrifa eithvað á bloggið okkar :) Langt síðan síðast. Ég er byrjaður í skólanum á fullu og allt gengur bara ágætlega. Er í tveim áhugaverðum áföngum, annar er um tauganet og genetíska algríma í kerfum sem læra og hinn er um hermun með hugbúnaðaragentum. Spennandi ha? hehe. Ég fékk loksins pakkann frá mömmu og pabba með jólagjöfunum mínum sem gleymdust á íslandi, það gekk loksins eftir, þegar við beta vorum búin að fara nokkrar ferðir niður á pósthús fannst pakkinn, kom í ljós að afgreiðslumaðurinn á pósthúsinu hérna kann hvorki sænsku né ensku og gat ómögulega fundið út úr því hver átti pakkann því að eitt hornið á miðanum á honum var krumpað yfir hluta af póstnúmerinu 171 72 svo að það stóð bara 72 72. Hann sagði að þar sem heimilsfangið vantaði gæti hann ekki afhent pakkann. Svo ég reif hann af honum og slétti úr krumpunni og benti á það, þá var hann bara hinn pirraðasti og rétti mér pakkann. Það er ótrúlega mikill fjöldi af algjörum gúrúum hérna. Annars er lítið að frétta héðan, veðrið ágætt og maturinn góður :)

Óver and át.

sunnudagur, janúar 23, 2005

Sjaldan jafn lítið á jafn löngum tíma!

Mikið vorum við löt í dag. Ég held að ég hafi bara sjaldnan afrekað jafn lítið á jafn löngum tíma. Annars er fjörugur dagur framundan hjá Jóni, mér skylst að hann sé á leiðinni í Lan á morgun og í bandý-tíma. Vildi að dagurinn verði jafn skemmtilegur hjá mér en mig grunar að hann verði það ekki. Ég er á leiðinni niðrá Odenplan um kl: 10 leytið til að fara að vinna að skólaverkefni með 3 bekkjarfélögum. Held dagurinn fari í það.
Við fórum í gær í heimsókn til Gumma og Sveinbjargar og fengum þvílíkt gott lasagna. Þarna um kvöldið voru síðan líka hjónaleysurnar Björn og Valur, og líka Kiddi granni og bróðir hans Jóns sem var að mæta frá Danmörku. Nokkuð hress baunari þar á ferð. Við spiluðum Popppunkt og við skötuhjúin vorum ekki að gera góða hluti, engan veginn.
Góða nótt!

fimmtudagur, janúar 20, 2005

...finnst það ætti að banna svona

Úff hvað er langt síðan ég skrifaði síðast, jö minn eini! Það er svo mikið búið að gerast síðan síðast að ég get lítið gert nema stikla hérna á stóru.
  • Við fórum heim til Íslands og Jón kom heim með rosalegan væfbíter.
  • Höfðum það hrikalega gott um jólin og mömmsurnar stóðu sig eins og hetjur við að dekra við okkur
  • Ég fór í heimsókn upp í Hug til að kíkja á alla ofurhugana mína og snillingurinn hún Ingunn gerði Ungverska Gúllassúpu sem er eitt það besta sem er til!
  • Spiluðum við vinahópinn og hittum nýju stelpuna hennar Rósu, hún er algjör mús!
  • Ég hitti rómanstíkurnar mínar (saumó) og enginn er orðin ólétt þó að hörð hríð hafi verið gerð að Ástu um að viðurkenna eitthvað. Það má bæta við að hún staðfastlega neitaði!
  • Fórum út aftur og erum byrjuð í skólanum.
Annars byrjaði skólinn minn á mánudag með pompi og prakt ( eða með prumpi og pakt eins og mér einni er lagið að orða hlutina). Þá áttu nemendur á öllum árum í MA (marknadsakademien) að mæta og hlusta á setningu osfrv. Mitt plan var að "lay low" og markmiðið var að láta engan komast að því að ég væri útlendingur fyrr en eftir minnsta kosti 3 daga. Ótrúlegt en satt, en þá ætlaði Elisabet sér að þegja. Líklega óvinnandi verk, hugsar sjálfsagt einhver. En það var s.s. planið... en váááá, hvað það fauk hratt út um gluggann. Rektor deildarinnar var varla búin að stumra út úr sér heilli setningu fyrr en hann bauð nýju nemendurnar velkomna og vildi fá hvern og einn þeirra upp á svið til að kynna sjálfan sig og segja svoldið frá sjálfum sér. GAAAA!
Strákurinn við hliðina á mér fölnaði alveg og sökk niður í stólnum, hann brosti svo vandræðalega til mín og sagði að honum þætti svo svakalega erfitt að tala fyrir framan fólk. Ég sagði á móti að það væri ekki mitt vandamál, gæti talað tímunum saman þess vegna, vandamálið væri að það skildi mig enginn! Jæja, hann hló allaveganna. Hefur sjálfsagt fundist gott að hafa einhvern í verri málum en hann sjálfur. En alla veganna, mín vippaði sér upp á svið og kom út úr skápnum sem nýinnfluttur íslendingur. Var meira segja nokkuð ánægð með sjálfa mig. Þetta gekk s.s. ágætlega þar til ég átti að nefna á nafn þann sem kæmi næst á eftir mér. Ég leit yfir nafnspjalda röðina og valdi einfaldasta nafnið "Mina"...en svo gerðist ekkert í salnum. Fólkið horfði greinilega á mig og beið eftir eftirnafninu: " Uhhh.... Mina, uhhhhh.....Mina...uhhh Thosffðgi" Ég stamaði og kynngdi munnvatni á víxl og hugsaði mér að ég ætti aldrei eftir að geta borið þetta fram og myndi sjálfsagt verða gömul þarna á sviðinu ef einhver bjargaði mér ekki niður "uhhh...... Mina...uhhh.... Thospifgð....uhhhh"
Jæja, loksins datt Minu í hug að þetta gæti verið hún og kom labbandi upp á svið en hún var sem sagt hinn útlendingurinn í hópnum með það allra lengsta og flóknasta eftirnafn sem ég hef séð. "Thosffpðigh...." bara bara fyrsti fimmtihlutinn af nafninu hennar! Algjörlega unjúserfreindlí nafn! Finnst að það ætti að banna svona.
Eftir setninguna var okkur skipað í hóp með 3 öðrum og síðan send í ratleik sem var út um alla Stokkhólm og þeystumst við um í lestunum og leystum þrautir. Um kl:18 vorum við svo mætt í sal þar sem beið okkar heilmikið af áfengi og mat og var svo djammað fram eftir nóttu.
Ekki slæm byrjun þar...

Annars er frekar mikið að gera í skólanum og allt fór frekar hratt af stað.
Skjáumst seinna!