fimmtudagur, janúar 20, 2005

...finnst það ætti að banna svona

Úff hvað er langt síðan ég skrifaði síðast, jö minn eini! Það er svo mikið búið að gerast síðan síðast að ég get lítið gert nema stikla hérna á stóru.
  • Við fórum heim til Íslands og Jón kom heim með rosalegan væfbíter.
  • Höfðum það hrikalega gott um jólin og mömmsurnar stóðu sig eins og hetjur við að dekra við okkur
  • Ég fór í heimsókn upp í Hug til að kíkja á alla ofurhugana mína og snillingurinn hún Ingunn gerði Ungverska Gúllassúpu sem er eitt það besta sem er til!
  • Spiluðum við vinahópinn og hittum nýju stelpuna hennar Rósu, hún er algjör mús!
  • Ég hitti rómanstíkurnar mínar (saumó) og enginn er orðin ólétt þó að hörð hríð hafi verið gerð að Ástu um að viðurkenna eitthvað. Það má bæta við að hún staðfastlega neitaði!
  • Fórum út aftur og erum byrjuð í skólanum.
Annars byrjaði skólinn minn á mánudag með pompi og prakt ( eða með prumpi og pakt eins og mér einni er lagið að orða hlutina). Þá áttu nemendur á öllum árum í MA (marknadsakademien) að mæta og hlusta á setningu osfrv. Mitt plan var að "lay low" og markmiðið var að láta engan komast að því að ég væri útlendingur fyrr en eftir minnsta kosti 3 daga. Ótrúlegt en satt, en þá ætlaði Elisabet sér að þegja. Líklega óvinnandi verk, hugsar sjálfsagt einhver. En það var s.s. planið... en váááá, hvað það fauk hratt út um gluggann. Rektor deildarinnar var varla búin að stumra út úr sér heilli setningu fyrr en hann bauð nýju nemendurnar velkomna og vildi fá hvern og einn þeirra upp á svið til að kynna sjálfan sig og segja svoldið frá sjálfum sér. GAAAA!
Strákurinn við hliðina á mér fölnaði alveg og sökk niður í stólnum, hann brosti svo vandræðalega til mín og sagði að honum þætti svo svakalega erfitt að tala fyrir framan fólk. Ég sagði á móti að það væri ekki mitt vandamál, gæti talað tímunum saman þess vegna, vandamálið væri að það skildi mig enginn! Jæja, hann hló allaveganna. Hefur sjálfsagt fundist gott að hafa einhvern í verri málum en hann sjálfur. En alla veganna, mín vippaði sér upp á svið og kom út úr skápnum sem nýinnfluttur íslendingur. Var meira segja nokkuð ánægð með sjálfa mig. Þetta gekk s.s. ágætlega þar til ég átti að nefna á nafn þann sem kæmi næst á eftir mér. Ég leit yfir nafnspjalda röðina og valdi einfaldasta nafnið "Mina"...en svo gerðist ekkert í salnum. Fólkið horfði greinilega á mig og beið eftir eftirnafninu: " Uhhh.... Mina, uhhhhh.....Mina...uhhh Thosffðgi" Ég stamaði og kynngdi munnvatni á víxl og hugsaði mér að ég ætti aldrei eftir að geta borið þetta fram og myndi sjálfsagt verða gömul þarna á sviðinu ef einhver bjargaði mér ekki niður "uhhh...... Mina...uhhh.... Thospifgð....uhhhh"
Jæja, loksins datt Minu í hug að þetta gæti verið hún og kom labbandi upp á svið en hún var sem sagt hinn útlendingurinn í hópnum með það allra lengsta og flóknasta eftirnafn sem ég hef séð. "Thosffpðigh...." bara bara fyrsti fimmtihlutinn af nafninu hennar! Algjörlega unjúserfreindlí nafn! Finnst að það ætti að banna svona.
Eftir setninguna var okkur skipað í hóp með 3 öðrum og síðan send í ratleik sem var út um alla Stokkhólm og þeystumst við um í lestunum og leystum þrautir. Um kl:18 vorum við svo mætt í sal þar sem beið okkar heilmikið af áfengi og mat og var svo djammað fram eftir nóttu.
Ekki slæm byrjun þar...

Annars er frekar mikið að gera í skólanum og allt fór frekar hratt af stað.
Skjáumst seinna!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home