Sjaldan jafn lítið á jafn löngum tíma!
Mikið vorum við löt í dag. Ég held að ég hafi bara sjaldnan afrekað jafn lítið á jafn löngum tíma. Annars er fjörugur dagur framundan hjá Jóni, mér skylst að hann sé á leiðinni í Lan á morgun og í bandý-tíma. Vildi að dagurinn verði jafn skemmtilegur hjá mér en mig grunar að hann verði það ekki. Ég er á leiðinni niðrá Odenplan um kl: 10 leytið til að fara að vinna að skólaverkefni með 3 bekkjarfélögum. Held dagurinn fari í það.
Við fórum í gær í heimsókn til Gumma og Sveinbjargar og fengum þvílíkt gott lasagna. Þarna um kvöldið voru síðan líka hjónaleysurnar Björn og Valur, og líka Kiddi granni og bróðir hans Jóns sem var að mæta frá Danmörku. Nokkuð hress baunari þar á ferð. Við spiluðum Popppunkt og við skötuhjúin vorum ekki að gera góða hluti, engan veginn.
Góða nótt!
Við fórum í gær í heimsókn til Gumma og Sveinbjargar og fengum þvílíkt gott lasagna. Þarna um kvöldið voru síðan líka hjónaleysurnar Björn og Valur, og líka Kiddi granni og bróðir hans Jóns sem var að mæta frá Danmörku. Nokkuð hress baunari þar á ferð. Við spiluðum Popppunkt og við skötuhjúin vorum ekki að gera góða hluti, engan veginn.
Góða nótt!
3 Comments:
Á Jón bróður???
Lol... nú kemur í ljós hversu fáir lesa þetta blogg. Þetta átti að vera "líka Kiddi granni og bróðir hans, Jón." S.s. Kiddi á bróðir sem heitir Jón en því miður á Jón ekki bróður, eða ekki sem vitað er af.
Kv,
Elísabet
Bwahahaha!!!!!! Ég er nú ekki alveg með fullefemm. Það sem ég var að reyna segja var að Jón, bróðir hans Kidda fór með í Bandí. Aftur á móti á Jón Grétar engan bróður. Hrikalega var þetta erfið fæðing. Sumir búnir að lesa aðeins of mikið í dag!
Kv,
Elisabet, með bara halvfemm
Skrifa ummæli
<< Home