þriðjudagur, janúar 25, 2005

Þessir svíar..

Jæja, ég ætla loksins að skrifa eithvað á bloggið okkar :) Langt síðan síðast. Ég er byrjaður í skólanum á fullu og allt gengur bara ágætlega. Er í tveim áhugaverðum áföngum, annar er um tauganet og genetíska algríma í kerfum sem læra og hinn er um hermun með hugbúnaðaragentum. Spennandi ha? hehe. Ég fékk loksins pakkann frá mömmu og pabba með jólagjöfunum mínum sem gleymdust á íslandi, það gekk loksins eftir, þegar við beta vorum búin að fara nokkrar ferðir niður á pósthús fannst pakkinn, kom í ljós að afgreiðslumaðurinn á pósthúsinu hérna kann hvorki sænsku né ensku og gat ómögulega fundið út úr því hver átti pakkann því að eitt hornið á miðanum á honum var krumpað yfir hluta af póstnúmerinu 171 72 svo að það stóð bara 72 72. Hann sagði að þar sem heimilsfangið vantaði gæti hann ekki afhent pakkann. Svo ég reif hann af honum og slétti úr krumpunni og benti á það, þá var hann bara hinn pirraðasti og rétti mér pakkann. Það er ótrúlega mikill fjöldi af algjörum gúrúum hérna. Annars er lítið að frétta héðan, veðrið ágætt og maturinn góður :)

Óver and át.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gasalega er ég glöð að lego kubbarnir komust til skila. Blessaður maðurinn hefur bara verið spenntur , vonast eftir að þetta kæmist aldrei upp og hann gæti kubbað kranabílinn ;-)
Verið þið svo dugleg að skrifa - alltaf gaman að fá að fylgjast með ykkur.
mamma

25 janúar, 2005 21:26  

Skrifa ummæli

<< Home