mánudagur, janúar 31, 2005

Maður lærir að þrýsta á hnappa

Og skólinn heldur áfram. Núna skilum við case-lausnum í hverri viku sem setur ágætispressu á fólk. Mér finnst það ágætt, það eina sem er erfitt er að byrja vinna með nýju fólki undir pressu. Maður veit ekki alveg á hvaða hnappa á þrýsta og hverja ekki ... og nei, ég er ekki að tala um þnjóhnappa. Maður þarf að læra á fólk, svona "the hard way" eins og það er kallað. En hvaða önnur leið er svo sem til. Þetta fólk er líka voðalega hrifið að því að djamma á mánudögum. Það er aftur djamm í kvöld, ég nennti samt alveg ómögulega. Borðaði restina af Enchiladanu, sem ég gerði í fyrradag handa okkur, í kvöldmat og skellti mér svo í ræktina, ferlega dugleg. Já svo drakk ég ekkert kók í dag, vonandi byrjun á heilsusamlegum ferli.

Annars bjuggum við til glæsilegt stúdentalistaverk á vegginn hjá okkur um helgina. Mjög artístíst og gerir íbúðina aðeins hlýlegri. Á föstudagskvöldið var síðan haldið þvílíkt innflutningspartíinu. Við partí-púbarnir ákváðum að hanga bara inni hjá okkur og spila Star-munchkin við Kidda. Næsta dag var rusl út um alla ganga, brotin glös og flöskur og tvö borð í klessu út á götu. Svo segir maður að þessir Svíar kunni ekki að djamma! ...Ja maður getur svo sem lítið sagt um hvor þeir kunni að djamma, þeir kunna alla veganna ekki að ganga vel um, það er á hreinu.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home