miðvikudagur, október 27, 2004

Heja Helsingfors!

Prófin búin og allt fór á besta veg. Nú bíðum við bara eftir einkunnunum.

Til að stytta biða og til að verðlauna námshestinn á heimilinu þá ákváðum við að skella okkur til Finnlands og förum á morgun og komum heim á laugardag. Við förum með Sveinbjörgu og Gumma og við fáum 8 fm klefa til að sofa í. Það ætti að reiknast sem sirka 2 fm á mann. Sem ætti að vera alveg feikinóg... eða hvað?
Mér er sagt að það sé alveg rosa gaman á þessu skipi (... já og líka í Helsinki) þannig að okkur hlakkar bara svoldið til.

Sjáumst seinna!

þriðjudagur, október 19, 2004

...svo höldum við um þumalinn

Pabbi og mamma fóru í morgun, sniff, sniff... Mig langaði bara ekkert að kveðja þau. Þau komu síðasta þriðjudag og voru í viku. Það var alveg ferlega gaman að fá þau og vindsænginn úr Rúmfatalagernum var alveg að standa sig. Þannig að fyrir þá sem langar að koma að þá er það alveg óhætt, sængurnar og dýnan eru eins og á 5 stjörnu hóteli... eða alla veganna 2 stjörnu.
Ég sé líka fram á að það verður algjör snilld að fá gesti frá Íslandi, sérstaklega ef þeir eru eins og p&m. Mamma byrjaði á að draga fram úr töskunni þessa hnausþykku lopasokka á Jón. Já, nú verða engar kaldar tásur á kvöldin (og takið eftir, það eru Nonna tásur sem eru kaldar, merkilegt nokk!). Svo dró hún fram N&S súkkulaði í aðventusúkkulaðið, svo birtist kíló.... já heilt kíló af lakkrísafgöngum beint frá lakkrísverksmiðjunni í HFJ. Nammi, nammi, namm! Og svo kom slatti af hinu og þessu úr fríhöfninni. Við erum ennþá með sælubros á vör!

Eins og fólk veit að þá finnst fjölskyldunni minni ekki leiðinlegt að borða og við átum svo hrikalega mikið síðustu vikunna að ég bætti á mig 5 kílóum. Það er alls ekki nógu gott, Jón huggar mig við það að það sem kemur hratt á mann fer líka hratt aftur þannig að ég held í vonina. En svona til að bæta þetta upp þá verð ég að viðurkenna að maturinn er búin að vera algjört himnaríki. Hann samanstóð af nautasteikum, rauðvíni, svínasteik með rjóma, dýrindis pastaréttum, hvítvíni, enchiladas, súkkulaði, ís, lakkrís, eplakökum, steiktum eplum, bratwurst, kirsuberjasúpu og kókosbollum. Úff... ég bara þyngist við að lesa þetta.

Við fórum um helgina til Grétars frænda í Arboga og gistum eina nótt. Það var alveg ferlega skemmtilegt. Hann býr þar með kærustunni sinn henni Jenny en hún er sænsk skvísa. Þau eiga heima á sænskum sveitabæ þar sem allt er kynt með eld. Meira segja þegar er eldað er bara mokað við inn í eldavélina og kveikt í. Hún er svona helv. fínt módel af Husqvarna "29 og í góðu standi. Þegar ég skrifa "29 þá á ég við að hún er módel 1929 en það er einmitt árið sem hún var framleidd, frekar sniðugt. Grétar var að spá í að hringja í Husqvarna og athuga hvort þeir ættu varahluti í hana, en fannst það svona frekar ólíklegt. Þau eru líka í frekar stóru og skemmtilegu húsi. Þau eru með þrjú svefnherbergi, borðtennisborð í stofunni og risa djúkbox. Frekar kúl!

Eftir að hafa étið á okkur gat hjá Jenný þá fórum við með henni út í skóg þar sem hún kenndi okkur að tína kantarellur en það eru sveppir sem svíar eru alveg óðir í. Við fundum alveg 2 kíló og ég fékk að taka það allt með heim og nú á ég nóg af kantarellum í fyrstinum fyrir veturinn. Ég fílaði mig rosa heimilislega þegar ég var að sjóða þá niður með mömmu, fannst ég taka mig frekar vel út með svuntuna. Við fengum líka að tína epli úr garðinum þeirra og borða og svo fengum við að smakka kirsuberjasúpu sem var gerð úr kirsuberjum úr garðinum þeirra. Ekki amalegur, garðurinn sá.
Út í skógi sýndi Jenný okkur tré þar sem að elgur hafði barkarflett. Það var barasta ekki einasti börkur á trénu upp í svona 3.5 m hæð. Mér leist ekkert á blikuna og langaði ekkert að rekast á elg. Þeir eru víst frekar skapvondir þessa dagana, enda er verið að skjóta þá í massavís (hver færi ekki í vont skap við það) og svo eru þeir víst bara í vímu af ofgerjuðum eplum. En sem betur fer sáum við bara bamba...

En stefnan þessa dagana er bara að halda áfram að leita að íbúð (gisp!) og Jón lærir og lærir fyrir próf. Fyrsta prófið er á fimmtudag og seinna prófið á laugardag. Allir að halda um þumalinn fyrir hann! (Svíar halda um þumalinn, eins og við krossum fingurnar).

sunnudagur, október 10, 2004

Það kom í ljós sturtuhaus...

Í dag fórum við í afmæli til hennar Sveinbjargar vinkonu okkar. Hún var að verða 24 ára gömul. Þegar við mættum á svæðið þá beið okkar alveg drekkhlaðið borð af kræsingum, það svignaði hreinlega borðið. En því miður þurftum við stelpurnar að sitja og horfa á kræsingarnar þangað til að strákarnir komu úr bandí. Það var frekar erfitt verð ég að segja. En borgaði sig vel á endanum. Þvílík veisla! Enda ekki við öðru að búast frá svona rosa-húsmóður eins og Sveinbjörgu. Ég vildi að ég væri svona skvísa eins og hún. Hún er ein af þessum týpum sem bara svona vippar þessu fram úr annarri erminni. Meira segja þegar við stelpurnar sátum og spjölluðum við hana þá bara skellti hún í bollur og bakaði meðan við spjölluðum. "Æji þúst, bara skellti einhverju í skál-uppskrift" sagði hún þegar ég spurði hana um uppskrift. Fat chance að það tækist einhvern tíman hjá mér. Ég held í vonina að svona komi með því að verða mamma, svona svipað eins og að öðlast gáfuna að finna á enninu á fólki hvort það sé með hita eða ekki.

Áður en við fórum til Sveinbu þá fórum við að skoða íbúð. Ég féll fyrir öllu varðandi íbúðina, nema íbúðinni sjálfri... sem er svoldill ókostur. Það var gufa, æðislegur garður, stórt útigrill og stólar í þessum þvílíkt krúttlega garði, geymsla í kjallaranum og hálofti, hjólageymsla, þvottahús, nálægt miðbænum og lestinni. En það sem var að var að íbúðin var fáránlega lítil (rúmmið í stofunni), ekkert skápapláss og til að komast á klóstið þarftu að labba í gegnum sturtuna. Já, þegar við opnuðum klóstið þá blasti við sturtuhaus beint fyrir ofan hurðagættina og síðan kom vaskur og síðast klóstið. Frekar furðulegt allt saman! Ég verð samt að bæta því við að Jón benti sposkur á þann gífurlega tímasparnað að geta farið á klóstið, burstað í tennurnar og labbað í gegnum sturtuna á leiðinni út á morgnanna, allt á fimm sekúndum. Ég var samt ekki alveg að kaupa það enda var um óheyrilega bjartsýni að ræða. Þannig að við ákváðum að halda áfram að leita að íbúð.

laugardagur, október 09, 2004

... og svo bakaði hann klatta í klukkutíma!

Ó já, það kom svo í ljós að hann var bara að stríða mér og það var sko haldið upp á afmælið. Hann sá um allt og ég sat bara á rassinum og var áhorfandi. Þegar við komum heim þá kom í ljós að Jón ætlaði að elda handa mér. Og ekkert smá glæsilegur matur! Í forrétt fékk ég Serrano hráskinku (algjört uppáhald hjá mér, gæti lifað á því) og rauðvín. Í aðalrétt fékk ég svo brillíant góða nautasteik með sósu og kryddbrúnuðum kartöflu og rosalega góðu salati. Þetta var algjör draumur og Jón er alveg frábær kokkur, það er á hreinu. Í eftirrétt fékk ég svo jarðarber með smá ís og negrakossum og balsamicedik yfir. Ummmm... Við kláruðum að borða um hálf tólf-leytið þetta kvöld. Til að toppa kvöldið þá fékk ég líka pakka...og ég EEEELSKA pakka. Jón hafði skellt sér í Bodyshop og keypt uppáhalds bodylotionið mitt :D Ég verð nú bara að segja það að þessi maður er algjör draumur. Eftir slíka afmælishátíð þá verð ég nú bara að viðurkenna það að maður geti ekki annað en hlakkað til komandi afmæla. "Megi þau verða mörg og hamingjurík, skál! " Já svo má ég ekki gleyma : "Takk fyrir mig, elsku Jón, þú ert yndislegur!"

Svo kemur pabbi og mamma á þriðjudaginn. Það verður alveg meiriháttar. Mér finnst voða gott að fá m&p aðeins til mín. Ég held að það skipti engu máli hversu fullorðin maður verður, manni finnst alltaf gott að hafa m&p einhvers staðar nálægt. Þau ætla að stoppa í 7 daga hjá okkur og ég er búin að gera allt tilbúið fyrir þau, eða svona næstum. Þarf aðeins að þvo meiri þvott og skúra gólfið. Maður vill nú hafa allt spikk og span þegar svona mikilvægir gestir koma í heimsókn. Ég ætla að reyna að plata mömmu til að gera kjúlla og franskar hérna hjá okkur. Ég veit ekki hvernig hún fer að en mamma gerir bara þann allra langbesta kjúkling með frönskum og kokteilssósu sem finnst í heiminum. Ég veit að þið trúið mér kannski ekki en þetta er satt! Hann er alveg brillíant.

Í dag eldaði Jón grjóna í hádegismat sem var mjög heimilislegt og kósí. Þegar hann var að læra eftir hádegið stóð hann snögglega upp og sagði "Ég ætla að baka Klatta úr grjónanum, best að kíkja á google.com og athuga hvernig það er gert". Og svo bakaði hann bara Klatta og ekkert smá hrikalega stóra stæðu. Held hann hafi steikt stanslaust í klukkutíma. Já og þá var sko kátt í höllinni. Mér leið bara svoldið eins og heima hjá Línu Langsokk. En Sveinbjörg á afmæli á morgun og við ætlum að fara með Klattana þangað. Við erum sko að fara þangað í afmæliskaffi á morgun. Jón fer reyndar fyrst í bandí með strákunum, það er voða inn hérna að vera alltaf í bandí.

Annars er ég þessa dagana bara að leita að íbúð á fullu, það gengur frekar hægt. Ég læt ykkur vita ef eitthvað er að frétta af því.

Rósa vinkona (úr HFJ, þær eru svo margar Rósurnar í kringum mig) hafði samband í gær í gegnum sms. Það var ferlega gaman, hafði ekki heyrt í henni mjög lengi. Ef einhver sér hana á förnum vegi og nær að taka af henni mynd með bumbuna út í lofti þá væri ég mjög þakklát fyrir að fá slíka mynd senda. Hún er örugglega algjör rúsína!




mánudagur, október 04, 2004

Afsakið hlé!

Sorrí hvað ég er búin að skrifa lítið hérna inn á. Það er búið að vera alveg bilað að gera hjá Nonnanum í skólanum og ég hef því mjög lítið verið í tölvunni. Það er samt alveg hellingur búinn að gerast... minnir mig! Ég skrifa um það við betra tækifæri.

P.s. nú í nótt eru akkúrat liðinn níu ár frá nóttinni örlagaríku á Tunglinu. Jón hótaði því samt að það yrði ekki haldið upp á afmælið því nú væri barasta komið að því að við héldum bara upp á 10, 15, 20 ár osfrv. Held hann samt hafi bara verið að grínast... við komumst að því á morgun!