miðvikudagur, október 27, 2004

Heja Helsingfors!

Prófin búin og allt fór á besta veg. Nú bíðum við bara eftir einkunnunum.

Til að stytta biða og til að verðlauna námshestinn á heimilinu þá ákváðum við að skella okkur til Finnlands og förum á morgun og komum heim á laugardag. Við förum með Sveinbjörgu og Gumma og við fáum 8 fm klefa til að sofa í. Það ætti að reiknast sem sirka 2 fm á mann. Sem ætti að vera alveg feikinóg... eða hvað?
Mér er sagt að það sé alveg rosa gaman á þessu skipi (... já og líka í Helsinki) þannig að okkur hlakkar bara svoldið til.

Sjáumst seinna!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home