... og svo bakaði hann klatta í klukkutíma!
Ó já, það kom svo í ljós að hann var bara að stríða mér og það var sko haldið upp á afmælið. Hann sá um allt og ég sat bara á rassinum og var áhorfandi. Þegar við komum heim þá kom í ljós að Jón ætlaði að elda handa mér. Og ekkert smá glæsilegur matur! Í forrétt fékk ég Serrano hráskinku (algjört uppáhald hjá mér, gæti lifað á því) og rauðvín. Í aðalrétt fékk ég svo brillíant góða nautasteik með sósu og kryddbrúnuðum kartöflu og rosalega góðu salati. Þetta var algjör draumur og Jón er alveg frábær kokkur, það er á hreinu. Í eftirrétt fékk ég svo jarðarber með smá ís og negrakossum og balsamicedik yfir. Ummmm... Við kláruðum að borða um hálf tólf-leytið þetta kvöld. Til að toppa kvöldið þá fékk ég líka pakka...og ég EEEELSKA pakka. Jón hafði skellt sér í Bodyshop og keypt uppáhalds bodylotionið mitt :D Ég verð nú bara að segja það að þessi maður er algjör draumur. Eftir slíka afmælishátíð þá verð ég nú bara að viðurkenna það að maður geti ekki annað en hlakkað til komandi afmæla. "Megi þau verða mörg og hamingjurík, skál! " Já svo má ég ekki gleyma : "Takk fyrir mig, elsku Jón, þú ert yndislegur!"
Svo kemur pabbi og mamma á þriðjudaginn. Það verður alveg meiriháttar. Mér finnst voða gott að fá m&p aðeins til mín. Ég held að það skipti engu máli hversu fullorðin maður verður, manni finnst alltaf gott að hafa m&p einhvers staðar nálægt. Þau ætla að stoppa í 7 daga hjá okkur og ég er búin að gera allt tilbúið fyrir þau, eða svona næstum. Þarf aðeins að þvo meiri þvott og skúra gólfið. Maður vill nú hafa allt spikk og span þegar svona mikilvægir gestir koma í heimsókn. Ég ætla að reyna að plata mömmu til að gera kjúlla og franskar hérna hjá okkur. Ég veit ekki hvernig hún fer að en mamma gerir bara þann allra langbesta kjúkling með frönskum og kokteilssósu sem finnst í heiminum. Ég veit að þið trúið mér kannski ekki en þetta er satt! Hann er alveg brillíant.
Í dag eldaði Jón grjóna í hádegismat sem var mjög heimilislegt og kósí. Þegar hann var að læra eftir hádegið stóð hann snögglega upp og sagði "Ég ætla að baka Klatta úr grjónanum, best að kíkja á google.com og athuga hvernig það er gert". Og svo bakaði hann bara Klatta og ekkert smá hrikalega stóra stæðu. Held hann hafi steikt stanslaust í klukkutíma. Já og þá var sko kátt í höllinni. Mér leið bara svoldið eins og heima hjá Línu Langsokk. En Sveinbjörg á afmæli á morgun og við ætlum að fara með Klattana þangað. Við erum sko að fara þangað í afmæliskaffi á morgun. Jón fer reyndar fyrst í bandí með strákunum, það er voða inn hérna að vera alltaf í bandí.
Annars er ég þessa dagana bara að leita að íbúð á fullu, það gengur frekar hægt. Ég læt ykkur vita ef eitthvað er að frétta af því.
Rósa vinkona (úr HFJ, þær eru svo margar Rósurnar í kringum mig) hafði samband í gær í gegnum sms. Það var ferlega gaman, hafði ekki heyrt í henni mjög lengi. Ef einhver sér hana á förnum vegi og nær að taka af henni mynd með bumbuna út í lofti þá væri ég mjög þakklát fyrir að fá slíka mynd senda. Hún er örugglega algjör rúsína!
Svo kemur pabbi og mamma á þriðjudaginn. Það verður alveg meiriháttar. Mér finnst voða gott að fá m&p aðeins til mín. Ég held að það skipti engu máli hversu fullorðin maður verður, manni finnst alltaf gott að hafa m&p einhvers staðar nálægt. Þau ætla að stoppa í 7 daga hjá okkur og ég er búin að gera allt tilbúið fyrir þau, eða svona næstum. Þarf aðeins að þvo meiri þvott og skúra gólfið. Maður vill nú hafa allt spikk og span þegar svona mikilvægir gestir koma í heimsókn. Ég ætla að reyna að plata mömmu til að gera kjúlla og franskar hérna hjá okkur. Ég veit ekki hvernig hún fer að en mamma gerir bara þann allra langbesta kjúkling með frönskum og kokteilssósu sem finnst í heiminum. Ég veit að þið trúið mér kannski ekki en þetta er satt! Hann er alveg brillíant.
Í dag eldaði Jón grjóna í hádegismat sem var mjög heimilislegt og kósí. Þegar hann var að læra eftir hádegið stóð hann snögglega upp og sagði "Ég ætla að baka Klatta úr grjónanum, best að kíkja á google.com og athuga hvernig það er gert". Og svo bakaði hann bara Klatta og ekkert smá hrikalega stóra stæðu. Held hann hafi steikt stanslaust í klukkutíma. Já og þá var sko kátt í höllinni. Mér leið bara svoldið eins og heima hjá Línu Langsokk. En Sveinbjörg á afmæli á morgun og við ætlum að fara með Klattana þangað. Við erum sko að fara þangað í afmæliskaffi á morgun. Jón fer reyndar fyrst í bandí með strákunum, það er voða inn hérna að vera alltaf í bandí.
Annars er ég þessa dagana bara að leita að íbúð á fullu, það gengur frekar hægt. Ég læt ykkur vita ef eitthvað er að frétta af því.
Rósa vinkona (úr HFJ, þær eru svo margar Rósurnar í kringum mig) hafði samband í gær í gegnum sms. Það var ferlega gaman, hafði ekki heyrt í henni mjög lengi. Ef einhver sér hana á förnum vegi og nær að taka af henni mynd með bumbuna út í lofti þá væri ég mjög þakklát fyrir að fá slíka mynd senda. Hún er örugglega algjör rúsína!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home