sunnudagur, janúar 28, 2007

Myndband af netinu

Hvernig er þetta hægt, nokkuð vel af sér vikið

sunnudagur, janúar 21, 2007

Black Sheep

Jæja, þá er það nýjasta sköpunarverk kvikmyndasmiða Nýja-Sjálands. Varð bara að deila þessu með ykkur. Athugið að þetta myndskeið er ekki hæft sýningar fyrir þau yngstu, enda hryllingsmynd með smá splatteri.

Efnisorð:

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Kominn aftur

Jæja, þá er maður kominn aftur út. Bara ég þó, Elísabet er heima á Íslandi og ég kom hingað út til að klára lokaverkefnið mitt (ef það hefst í þessum mánuði) og pakka saman búslóðinni okkar. Dvölin heima yfir áramótin var rosalega fín, hitti marga en þó færri en maður hefði vonað, borðaði góðann mat og skaut upp nokkrum rakettum. Jæja, ætla að skella mér í skólan, blogga meira seinna.

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Hvalkjöt á diskinn minn?

Ég las þessa frétt áðan og komst ekki hjá því að velta þessu aðeins fyrir mér. Get ekki annað en fundist pínu silly að berjast svona mikið fyrir því að fá að veiða hvali, urða svo þriðjunginn af þeim og sitja uppi með restina í frystir. Hvað ætli rafmagnsreikningurinn á þeirri kistu kosti?

Ég fékk hugmynd til að leysa þetta vandamál, hún er afar ammerísk og grænfiðrungaleg. Við stofnum heimasíðu og samtök sem snúast um að bjarga hvölum. Við stofnum SOS hvalaþorp. Stofnum heimasíðu og seljum fólki mánaðarlegar áskriftir af því að halda hvölunum á lífi. Fólk fær svo sendar myndir og gps staðsetningar af hvölunum sínum. Kristján Loftsson getur svo fengið að stjórna þessu batterí og hann getur þá brunað um Faxaflóann á hvalskipunum sínum og skotið GPS staðsetningartækjum í hvalina. Svo mun þetta fólk allt vilja bruna til Íslands til að skella sér í hvalaskoðun á Húsavík með það fyrir augum að fá að fá kannski að sjá litlu dúlluna sína.

100 tonninn í frystukistunni hjá honum Kristjáni verða svo send til Bíafra. Mér skilst að þeir fúlsi ekki við hvalkjöti þó allir aðrir geri það.

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Ísland, home sweet home

Jæja, þá erum við Elísabet komin til Íslands. Við komum reyndar rétt fyrir áramót þannig að við náðum að sjá raketturnar og áramótaskaupið. Við erum búin að vera upptekin við að koma okkur fyrir í gestaherberginu hjá tengdó, sem eru svo ótrúlega næs að leyfa okkur að gista hjá sér á meðan við leitum okkur að íbúð. Við erum búin að setja "official date" á heimflutninginn, því ég fer aftur til Svíþjóðar þann 14. Jan 2007 og kem aftur í lok janúar. Þá verður búslóðin okkar komin í gám á leið til Íslands.

Efnisorð: