Hvalkjöt á diskinn minn?
Ég las þessa frétt áðan og komst ekki hjá því að velta þessu aðeins fyrir mér. Get ekki annað en fundist pínu silly að berjast svona mikið fyrir því að fá að veiða hvali, urða svo þriðjunginn af þeim og sitja uppi með restina í frystir. Hvað ætli rafmagnsreikningurinn á þeirri kistu kosti?
Ég fékk hugmynd til að leysa þetta vandamál, hún er afar ammerísk og grænfiðrungaleg. Við stofnum heimasíðu og samtök sem snúast um að bjarga hvölum. Við stofnum SOS hvalaþorp. Stofnum heimasíðu og seljum fólki mánaðarlegar áskriftir af því að halda hvölunum á lífi. Fólk fær svo sendar myndir og gps staðsetningar af hvölunum sínum. Kristján Loftsson getur svo fengið að stjórna þessu batterí og hann getur þá brunað um Faxaflóann á hvalskipunum sínum og skotið GPS staðsetningartækjum í hvalina. Svo mun þetta fólk allt vilja bruna til Íslands til að skella sér í hvalaskoðun á Húsavík með það fyrir augum að fá að fá kannski að sjá litlu dúlluna sína.
100 tonninn í frystukistunni hjá honum Kristjáni verða svo send til Bíafra. Mér skilst að þeir fúlsi ekki við hvalkjöti þó allir aðrir geri það.
Ég fékk hugmynd til að leysa þetta vandamál, hún er afar ammerísk og grænfiðrungaleg. Við stofnum heimasíðu og samtök sem snúast um að bjarga hvölum. Við stofnum SOS hvalaþorp. Stofnum heimasíðu og seljum fólki mánaðarlegar áskriftir af því að halda hvölunum á lífi. Fólk fær svo sendar myndir og gps staðsetningar af hvölunum sínum. Kristján Loftsson getur svo fengið að stjórna þessu batterí og hann getur þá brunað um Faxaflóann á hvalskipunum sínum og skotið GPS staðsetningartækjum í hvalina. Svo mun þetta fólk allt vilja bruna til Íslands til að skella sér í hvalaskoðun á Húsavík með það fyrir augum að fá að fá kannski að sjá litlu dúlluna sína.
100 tonninn í frystukistunni hjá honum Kristjáni verða svo send til Bíafra. Mér skilst að þeir fúlsi ekki við hvalkjöti þó allir aðrir geri það.
1 Comments:
Þetta er brilliant hugmynd ;)
Skrifa ummæli
<< Home