Ísland, home sweet home
Jæja, þá erum við Elísabet komin til Íslands. Við komum reyndar rétt fyrir áramót þannig að við náðum að sjá raketturnar og áramótaskaupið. Við erum búin að vera upptekin við að koma okkur fyrir í gestaherberginu hjá tengdó, sem eru svo ótrúlega næs að leyfa okkur að gista hjá sér á meðan við leitum okkur að íbúð. Við erum búin að setja "official date" á heimflutninginn, því ég fer aftur til Svíþjóðar þann 14. Jan 2007 og kem aftur í lok janúar. Þá verður búslóðin okkar komin í gám á leið til Íslands.
Efnisorð: fréttir
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home