sunnudagur, ágúst 28, 2005

Skólinn að fara af stað...

Jæja þá er skólinn að fara að byrja hjá okkur á ný, sumarafslöppunin búin og alvara lífsins að taka við. Ég skilaði inn fyrstu útgáfu af lokaverkefninu mínu fyrir IT gráðuna mína á föstudaginn síðasta, fáum vonandi feedback á það einhverntíman í vikunni. Það skiptir þó ekki öllu máli því að ég er að fara að byrja í kúrsum fyrir verkfræðigráðuna mína núna bara í vikunni held ég. Ég fann svoldið kúl kúrsa hérna í Stokkhólmi, sses.se er með frumkvöðlakúrsa, nýsköpun og hönnun á amfetamínsterum, fyrir þá sem þekkja til. Ég ætla að sjá til hversu duglegur ég get verið að blogga í vetur, ekki mín sterka hlið eins og þið hafið kanski tekið eftir :)

P.s. Annars fannst mér greinin í vísi í dag um tekjutap vegna sölu ólöglegra DVD diska góð. Þar vildu þeir meina að eftir að framleiðendur hefðu fengið inn fyrir framleiðslu myndarinnar ættu þeir ekki pening til að framleiða aðra mynd. Ég var svo einfaldur að halda að ef að fjárfestingin borgaði sig þá borgaði hún sig. Eithvað er stærðfræðin þeirra skrýtin...

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

...horfin sporlaust

Það hefði mátt halda að við hefðum horfið af yfirborði jarðar. Ekki orð í næstum því mánuð. Ekki glæsilegur árangur það blog-wise. Það sem hefur gerst síðan síðast er það að Svala litla frænka kom í heimsókn. Við frænkurnar fórum í heimsókn til Arboga til Grétars frænda, hann einmitt varð síðan pabbi fyrir tveimur dögum. Þá á ég bæði frænda og frænku í Svíþjóð, nokkuð vel af sér vikið það. 100% aukning af skyldmennum, geri aðrir betur. Ég, Jón og Svala skelltum okkur svo í Græna Lund tívolíið, frekar skemmtilegt, vorum ekki komin heim fyrr en um hálf eitt um nóttina(uss... ekki segja foreldrum Svölu það). Svo er Sveinbjörg, Gummi og Ragnhildur litla komin til Svergie í stutta heimsókn, þannig að það var haldin grillveisla og spilað Kubb á sunnudagskvöldið. Ég, Svala og Gummi rústuðum Jóni og Herði... bara svona til að nudda því aðeins inn ;) Annars fer skólin að byrja en á meðan reynir maður að sleikja sólina en hún hefur ekki verið að spara geislana að undanförnu.

mánudagur, ágúst 01, 2005

Síðan síðast...

Það er orðið langt síðan við blogguðum síðast. Ella fór í gær aftur heim til Íslands. Það var ferlega gaman hjá okkur og fórum við út um alla Stokkhólm og svo lá leið okkar einnig til Helsinki. Ferðin var nýtt í að fylla á barinn okkar og er hann orðinn nokkuð stæðilegur. Ég held að við séum þokkalega partíhæf fyrir veturinn.
Annars er það að frétta að við höfum fyllst svo miklum ljósmyndaáhuga eftir alla hvatninguna frá fólki að við ætlum að selja myndavélina okkar og fá okkur nýja. Ein af myndunum okkar var valin Mynd Vikunnar á mbl.is, þannig að við erum alveg að rifna úr stolti :) Það versta er að við verðum sjálfsagt myndavélalaus í smá tíma, það verður bara að hafa það. Þangað til næst.... adios