mánudagur, ágúst 01, 2005

Síðan síðast...

Það er orðið langt síðan við blogguðum síðast. Ella fór í gær aftur heim til Íslands. Það var ferlega gaman hjá okkur og fórum við út um alla Stokkhólm og svo lá leið okkar einnig til Helsinki. Ferðin var nýtt í að fylla á barinn okkar og er hann orðinn nokkuð stæðilegur. Ég held að við séum þokkalega partíhæf fyrir veturinn.
Annars er það að frétta að við höfum fyllst svo miklum ljósmyndaáhuga eftir alla hvatninguna frá fólki að við ætlum að selja myndavélina okkar og fá okkur nýja. Ein af myndunum okkar var valin Mynd Vikunnar á mbl.is, þannig að við erum alveg að rifna úr stolti :) Það versta er að við verðum sjálfsagt myndavélalaus í smá tíma, það verður bara að hafa það. Þangað til næst.... adios

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með "mynd vikunnar " enda mjög skemmtileg mynd. Ég var að vonast að Ella tæki sólina með sér heim en hún hefur kannski verið með fullar ferðatöskur... Bestu kveðjur frá okkur öllum.
Hrafnhildur og Gaui

01 ágúst, 2005 22:31  
Blogger Magdalena said...

Jii þið eruð soddan snillingar!!

02 ágúst, 2005 15:43  
Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með mynd vikunar. Amma gaf okkur fílagrímuna í gær. Kanski ég fái að heira sögu hennar þegar ég kem til ykkar. ;) er búin að setja inn nýja mind á www.artwanted.com/youngster
hún er af engli og rósum.
KV. Svala

02 ágúst, 2005 16:15  
Blogger Elísabet said...

Hæ hildur,
það er hægt að sjá myndina hér. http://www.mbl.is/mm/folk/ljosmyndasamkeppni/vikan.html?week=30
Vona að við fáum þig í heimsókn áður en þú heldur áfram til Skövde.

03 ágúst, 2005 22:03  
Anonymous Nafnlaus said...

Flottar myndir og flott að vera með í mynd vikunnar.
Kveðja Tóta og Co.
Örnólfur er með blogg, svampursveinsson.blogspot.com
sem verður virkara í Berlín;)

04 ágúst, 2005 17:54  

Skrifa ummæli

<< Home