þriðjudagur, ágúst 23, 2005

...horfin sporlaust

Það hefði mátt halda að við hefðum horfið af yfirborði jarðar. Ekki orð í næstum því mánuð. Ekki glæsilegur árangur það blog-wise. Það sem hefur gerst síðan síðast er það að Svala litla frænka kom í heimsókn. Við frænkurnar fórum í heimsókn til Arboga til Grétars frænda, hann einmitt varð síðan pabbi fyrir tveimur dögum. Þá á ég bæði frænda og frænku í Svíþjóð, nokkuð vel af sér vikið það. 100% aukning af skyldmennum, geri aðrir betur. Ég, Jón og Svala skelltum okkur svo í Græna Lund tívolíið, frekar skemmtilegt, vorum ekki komin heim fyrr en um hálf eitt um nóttina(uss... ekki segja foreldrum Svölu það). Svo er Sveinbjörg, Gummi og Ragnhildur litla komin til Svergie í stutta heimsókn, þannig að það var haldin grillveisla og spilað Kubb á sunnudagskvöldið. Ég, Svala og Gummi rústuðum Jóni og Herði... bara svona til að nudda því aðeins inn ;) Annars fer skólin að byrja en á meðan reynir maður að sleikja sólina en hún hefur ekki verið að spara geislana að undanförnu.

3 Comments:

Blogger Magdalena said...

*klappar*

24 ágúst, 2005 12:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk kærlega fyrir "litlu" stelpuna mína.

kv Rósa

ps.
Það er spurning hver er lítil og hver stór þegar þið eru saman.

24 ágúst, 2005 18:14  
Anonymous Nafnlaus said...

ég vissi ekki að Hörður hefði komið með... ;)

kveðja
mágkona hans Þorsteins

25 ágúst, 2005 10:15  

Skrifa ummæli

<< Home