sunnudagur, ágúst 28, 2005

Skólinn að fara af stað...

Jæja þá er skólinn að fara að byrja hjá okkur á ný, sumarafslöppunin búin og alvara lífsins að taka við. Ég skilaði inn fyrstu útgáfu af lokaverkefninu mínu fyrir IT gráðuna mína á föstudaginn síðasta, fáum vonandi feedback á það einhverntíman í vikunni. Það skiptir þó ekki öllu máli því að ég er að fara að byrja í kúrsum fyrir verkfræðigráðuna mína núna bara í vikunni held ég. Ég fann svoldið kúl kúrsa hérna í Stokkhólmi, sses.se er með frumkvöðlakúrsa, nýsköpun og hönnun á amfetamínsterum, fyrir þá sem þekkja til. Ég ætla að sjá til hversu duglegur ég get verið að blogga í vetur, ekki mín sterka hlið eins og þið hafið kanski tekið eftir :)

P.s. Annars fannst mér greinin í vísi í dag um tekjutap vegna sölu ólöglegra DVD diska góð. Þar vildu þeir meina að eftir að framleiðendur hefðu fengið inn fyrir framleiðslu myndarinnar ættu þeir ekki pening til að framleiða aðra mynd. Ég var svo einfaldur að halda að ef að fjárfestingin borgaði sig þá borgaði hún sig. Eithvað er stærðfræðin þeirra skrýtin...

2 Comments:

Blogger Magdalena said...

hérna... Til hamingju með afmælið Beta mín!! Alveg dottið úr mér, skil ekki hvernig. Þú veist ég skammast mín obbósslega :)

*kossar*

09 september, 2005 00:35  
Anonymous Nafnlaus said...

Ansi skemmtilegar myndir hérna,
http://www.hkracing.net/menningarnott05.htm

tvær hafnfirskar snótir að metast um brjóstastærðina.

kv. Bryndís

12 september, 2005 19:23  

Skrifa ummæli

<< Home