mánudagur, maí 16, 2005

Svíþjóð á iði

Síðasta vika var sannkölluð maraþonvika hjá mér. Á þriðjudaginn fór Madda með mér í göngutúr upp í Kungshamra til Sveinbjargar og Gumma. Sveinbjörg ætlaði að vera svo næs að lána mér hjólið sitt þar sem hún er lítið að hjólast þessa dagana. Við röltum þarna upp eftir og Madda reiddi hjólið sitt. Eftir smá stopp á þeim bæ hjóluðum við niður í háskóla og niður í skólann minn, þaðan hjóluðum við svo alla leiðina heim í Västra Skogen aftur. Þetta gekk nokkuð áfallalaust fyrir sig þó að við höfum verið orðnar nokkuð þreyttar þegar við komum aftur. Enda var þetta samanlagt u.þ.b. 15 kílómetrar. Næsta dag ætlaði ég að vera súper dugleg og hjóla í skólan, nema ég var svo ótrúlega aum eftir hnakkinn á hjólinu að ég hreinlega gekk eins og káboj. Ég keypti mér bara miða í lestina og fór þannig í skólann og labbaði heim. Það voru 4 kílómetrar.
Á fimmtudaginn var ég skárri þannig að þá var hjólað í skólan og heim, það voru 8 kílómetrar og á laugardaginn var labbað niður í bæ á Quarneval-ið og það vor 4 kílómetrar.

Samantekt yfir Svíþjóð á iði : 31 kílómetri í síðustu viku.

Nú grunar mig að Hugverjar myndu vilja hafa mig með sér í liði í átakinu. Í átakinu í fyrra var ég að fara mesta lagi 2 kílómetra á hverjum virkum degi. Mig grunar að þessi vika verði ekki alveg jafn mögnuð og sú síðasta, en við vonum það besta!

1 Comments:

Blogger Magdalena said...

Hetja, góða skemmtun á Íslandi. Taktu þetta reunion með trompi (var að leita að einhverju meira kúl til að segja en fann það ekki).

Hörs

26 maí, 2005 17:07  

Skrifa ummæli

<< Home