fimmtudagur, maí 12, 2005

26 ára afmælisveislan

Ég átti víst líka eftir að segja frá afmælispartíinu sjálfu. Það var bara nokkuð mikið stuð. Strákarnir hittust um kl:15 á laugardaginn síðasta og fóru að spila fótbolta og Madda, Kristín, Sveinbjörg og Ragnhildur Guðrún litla voru í heimsókn hjá mér að hjálpa undirbúa kvöldið. Ekki slæmt að hafa slíkar hjálparhellur. Um kvöldið hittum við svo strákana niðri í salnum sem við höfðum fengið lánaðan. Það fylgir nefnlega með sameigninni hérna þessi fíni partísalur. Þar er bar, dansgólf, billjardborð, dartspjald og meira segja diskóljós og speglakúlur. Allt sem þarf til að halda gott partí... nema magnari og cd-spilari. En Raggi var hetja kvöldsins og bar sinn 20 kílóa magnara á öxlinni og mætti með hann í partíið. Eftir fótboltan höfðu strákarnir farið í gufu og á einhvern undarlegan hátt þá flæktist einn kassinn í fótunum á þeim og dróst með þeim alla leið þangað. Og þar sem þeir voru komnir þangað, þyrstir eftir boltan, þá fannst þeim hálf kjánalegt að bera kassan tilbaka, þannig að þeir gengu bara frá honum á staðnum. Afar hressandi eftir góðan leik. Meiðsl leiksin fékk Kiddi, hann lenti í samstuði við Gumma og minnti þónokkuð á Gorbatjov það sem eftir var kvöldsins. Eftir gufuna var farið að grilla (jú í millitíðinni blés Madda og Kristín upp milljón blöðrur og skreyttu salinn), við fengum okkur pulsur og hamborgar og það var meira segja boðið upp á íslenskt remúlaði og heimagert kartöflusalat. Afmælisbarninu fannst nú ekki leiðinlegt að geta sett bæði remúlaði og kartöflusalat á pulsuna sína og át hreinlega á sig gat, og brosti út að eyrum á meðan. Partíið fór síðan frekar rólega af stað en tók góða sprett upp úr miðnætti og þeir síðustu voru að komast heim til sín um sjöleytið um morguninn. Þó nokkuð vel af sér vikið. Held að Jón hafi bara sannað það að hann er ekkert að verða gamall, stóð sig eiginlega best í skemmtanahaldinu. Kannski fékk hann extra kraft úr súpermann-nærbuxunum sínum, hver veit.

Vegna einhverja mjög óvænta veikinda daginn eftir féll niður venjulega bandíæfingin. Það virðist hafa verið einhver vírus að ganga á flestum heimilum þennan dag.

1 Comments:

Blogger Magdalena said...

Það er staðreyndarvilla í bloggfærslunni. Það vorum við Sveinbjörg sem sáum um blöðrurnar, Kristín þjáist af eyrnavandamáli og er löglega afsökuð frá slíkri iðju.

Allt í lagi bless

13 maí, 2005 14:07  

Skrifa ummæli

<< Home