Kominn heim
Þá er komið að því. Ég, Jón Grétar, keypti mér flugmiða heim til Íslands á miðvikudaginn síðasta og var bara kominn heim á klakann á fimmtudaginn í síðustu viku. Ég á reyndar eftir að skrifa seinnihlutann af verkefninu mínu og sinna örfáum verkefnum tengdum skólanum, en sé alveg fram á að geta sinnt þeirri vinnu hérna heima á Íslandi.
En, semsagt, í stuttu máli: Ég er fluttur búferlum og við Elísabet orðnir Íslendingar á ný, hvað þjóðskrá varðar.
En, semsagt, í stuttu máli: Ég er fluttur búferlum og við Elísabet orðnir Íslendingar á ný, hvað þjóðskrá varðar.
1 Comments:
Til hamingju með það!!! Það gleður mitt litla hjarta að fá ykkur sætu hjón heim á klakann.....Hlakka til að sjá þig Jón, long time no see!!! :)
Kv. Ella
Skrifa ummæli
<< Home