föstudagur, nóvember 28, 2008
föstudagur, september 19, 2008
Boys and their toys!
Ég fór í afmæli í gær og eins og svo oft þá var ég í stökustu vandræðum með að finna afmælisgjöf. Ég fór með litlu frændur mína í Toys 'r us og fundum við hina fullkomnu gjöf handa spenntu afmælisbarni, Robosapien vélmenni. Við systurnar slógum allar saman í púkk því þetta var aðeins meira en budgetið leyfði. Jæja, í afmælið var brunað og gjöfin afhent. Hún sló ekkert smá í gegn, enda bæði í stórum kassa og svo var innihaldið þvílíkt spennandi. Allir í afmælinu hjálpuðust að við að koma ferlíkinu úr kassanum. Þegar það loksins tókst þá uppgötvaðist að við hefðum keypt vitlaus batterí, það var þvílík sorg enda hafði allt afmælið verið upprifið yfir gjöfinni. En Rósa systir bjargaði því með að hringja í Jón sinn og segja honum að koma með batterí þegar hann kæmi í afmælið. Á meðan sat móðir afmælisbarnsins og las í gegnum leiðbeningarnar, því þær voru bara á norðurlandamálunum og þar sem hún bjó eitt sinn í Danmörku þá fannst henni tilvalið að hún tæki það að sér. Loksins komu batteríin og vélmennið var sett af stað, og þvílíkt stuð. Yngstu börnin földu sig fyrir skrímslinu og leist ekkert á það en við hin vorum að deyja úr spenning í að fá að prófa. Við erum svo að fara í afmælismatarboð í kvöld til afmælisbarnsins. Það sagði mér í gær að það ætlaði að stúdera vélmennið og fjarstýringuna vel áður en við kæmum í kvöld, til að sýna hvað væri hægt að gera með því.
Já, sumt breytist aldrei þó aldurinn færist yfir.
Til hamingju með 66 ára afmælið pabbi!
Ég get ekki annað en velt fyrir mér hverskonar leiðbeiningar ég verð að lesa fyrir Nikulás þegar ég verð 91 árs.
fimmtudagur, júlí 17, 2008
Idle hands are the root of all evil
Ég veit ekki hvort þetta sé einkenni af of löngu fæðingarorlofi, of miklu hugmyndaflugi eða nördaskap. Líklega óverdós af þessu öllu saman. Eftir að hafa setið stundakorn ein fyrir framan imban, þá fór ég að velta fyrir mér hvað Jón væir eiginlega að bralla. Ég heyrði í glamri í gleri inn í eldhúsi og leit þangað inn með Nikulás í fanginu. Þar stóð maðurinn minn með glerskálar með vatni, víraflækju út í loftið og einhver tæki. Ég spurði hvað hann væri eiginlega að gera, því þetta leit ekki út eins og nein matseld sem ég hef áður séð. Prakkaralegi svipurinn á honum þegar hann svaraði mér var þannig að ég vissi alveg að ég hefði ekki átt að spyrja.
"Ég er að framleiða vetni"
Einmitt, nú er maðurinn endanlega genginn af göflunum hugsaði ég með mér. Ég get svo svarið fyrir það að ég leit bara af honum í sirka korter.
"Og hvað ætlarðu að gera við það, elskan mín?"
"Kveikja í því"
Mér leist ekkert á blikuna, efna og eðlisfræði hafa aldei verið mín sterka hlið en sagnfræði var það og orðið vetnissprengja var það fyrsta sem ég gat rifjað upp úr minni skólagöngu og myndirnar sem þutu í gegnum hugan pössuðu einhvern veginn ekki við krúttlegt eldhús í Garðabænum.
"... en er það ekki eldfimt?" spurði ég hikandi.
Um leið og stórt bros færðist yfir andlitið á honum svaraði hann ofurhress:
"Jú, alveg rosalega!"
Stuttu seinna hlammaði hann sér í sófann. Ég spurði hvernig hafi gengið. Hann andvarpaði þungt og sagði að helv... vetnisbólan hafi sloppið frá honum áður en hann gat kveikt í henni. Ég verð að viðurkenna að mér var nokkuð létt. Svo leit ég niður í fangið á mér og horfði beint framan í skælbrosandi eftirmynd hans... úff, þeir eiga eftir að verða rosalegir.
þriðjudagur, júlí 01, 2008
Nikulás Hrafn Jónsson
Litli pilturinn okkar var skírðu í gær og við nýttum tækifærið og opinberuðum nafnið hans. Hann heitir Nikulás Hrafn. Dagurinn í gær var valinn því að fyrir akkúrat 29 árum var Jón Grétar skírður, sama dag giftu foreldar Jóns sig, og Rósa amma Jóns á afmæli. Skírnin var haldin í Sléttuhlíðinni og þar sem veðrið var svo gott þá var athöfnin bara haldin úti á milli blómstrandi reynitrjánna.
Dagurinn tókst alveg ótrúlega vel, og eyddum við honum í Sléttuhlíðinni þar sem var grillað og borðuð kaka. Hrafns nafnið er frá ömmu hans, henni Hrafnhildi, en Nikulás var út í loftið. Hinsvegar komumst við að því í veislunni að langalangaamma Jóns hét Elísabet Nikulásdóttir, þannig að þetta var þá ekki svo út í loftið eftir allt saman.
Það er skemmtilegt að vera Vúlkani í fæðingarorlofi
Við skelltum okkur út á lífið um daginn, mættum í Sci-Fi partí hjá CCP sem Vúlkanar í fæðingarorlofi. Tjúttuðum okkur inn í nóttina og sáum að Vúlkanar, eins og ljóskur, skemmta sér betur.
Afkvæmið sýndi nokkuð góða tilburði til að geta fylgt foreldrunum út á lífið sem Vúlkani. Ef einhver hefur áhuga á að sjá fleiri myndir þá eru þær inn á barnalandssíðunni hans.
mánudagur, júní 09, 2008
miðvikudagur, apríl 30, 2008
Litli pilturinn
Það kom að því á endanum að litli þrjóskupúkinn varð að gefa undan og koma í heiminn. Það gerðist þann 22. apríl kl 19:41. Kvöldið áður hafði ég farið upp á spítala til að framkalla fæðinguna og það þurfti lítið til því 2 klst eftir að við mættum var ég komin með verki. Ég var færð upp á Hreiður og Jón var kallaður út um nóttina. Eitthvað var stubbur þó ekki alveg tilbúinn í það að koma í heiminn og hélt hann sér sem fastast þrátt fyrir hinar ýmsu tilraunir hjá mér, ljósunum og læknunum. Það var svo um kl:18 þegar allar tilraunir voru dæmdar fullreyndar og ákveðið að koma piltinum til aðstoðar í gegnum brunaútganginn. Við vorum þá preppuð í keisara og var pilturinn kominn í heiminn stuttu seinna, hraustur og sterklegur og hans fyrsta verk eftir að í heiminn var kominn var að míga á barnalækninn. Við mæðgininn eyddum því nokkrum dögum upp á fæðingardeil áður en við fengum að koma heim og það er helsta ástæðan fyrir þögn á þessu bloggi. Eftir að við komum heim hefur tekið við endalausar brjóstagjafir og þar sem maður hreinlega sætir færis til að komast í sturtu og að borða þá hefur ekki gefist mikill tími i bloggskrif.
En litla fjölskyldan er alveg í skýjunum og við foreldrarnir höfum mestar áhyggjur af því að við förum bráðlega að prumpa bleiku glimmeri. Svona væmin barnahamingja fer alveg rosalega með kúlið hjá manni, hehehe.
Pilturinn er voðalega sterkur og hraustur og líkist Jóni Grétari alveg ótrúlega mikið. Ég virðist eiga mjög lítið í honum og það sem er svona helst vísað er að hann gæti haft óþolinmæðina og löngu fingurneglunar frá mér, annað á Jón Grétar. Þess má geta sérstaklega að pilturinn er því miður ekki rauðhærður og móðirin er búin að kemba í gegnum allt hárið á honum og hefur ekki enn fundið eitt einasta rauða hár. Eins og áður sagði þá er annar Jón greinilega mættur á svæðið og hann er meira segja þrjóskt naut eins og pabbinn.
sunnudagur, apríl 20, 2008
Ekki fréttir...
Mér skilst að fólk sé farið að lengja eftir fréttum af erfingjanum og er farið að kvarta yfir að ekkert komi hingað inn. En þar sem fréttir fljúga yfirleitt nokkuð hratt, og þar sem lítið hefur frést af okkur, þá er strákurinn bara enn í góðu yfirlæti í mallanum á móður sinni. Það hafa verið ýmsar þeoríur í gangi um þetta ferli allt, en við foreldrarnir höllumst að því að það sé "Naut" á leiðinni. Nautsmerkið byrjar s.s. þann 20. apríl og þar sem Naut eru fræg fyrir einstaka þrjósku og viljafestu (ef fólk vissi það ekki þá er pabbinn líka naut), þá er svo sem alveg líklegt að litla nautið ríghaldi sér í þangað til að hans tími komi. Hann er svo sem alveg búin að sanna að hann hafi allt til þess að bera að vera þrjóskt Naut.
Fólk hefur annars verið duglegt að senda okkur ýmsar aðferðir við að koma þessu af stað. Við erum þakklát fyrir hugmyndirnar þó sumar séu æði frumlegar. Við erum frekar afslöppuð yfir þessu öllu saman þó ég verði að viðurkenna það að ég sé aðeins byrjuð að þreytast. Sem betur fer er góður hópur af fólki í kringum mann sem passar að manni leiðist ekki, né verði of myglaður af ástandinu.
Jón hefur lifað af nokkrar bylgjur af hreiðurgerð, og þar sem þetta hefur dregist á langinn þá hef ég heimtað að hreiður-hreingerninginn sé endurtekinn nokkrum sinnum. Það er alveg ótrúlega magnað að upplifa sjálfan sig svona hrikalega geðveikan. Þeir sem þekkja til vita að ég er ekki alveg húsmóðurtýpan og stundum þegar ég tala þá trúi ég ekki að ég sé í alvörunni að segja þetta. Aldrei í lífinu hefði ég trúað því að ég gæti ekki hætt að hugsa um það að það hafi ekki verið þrifið nægilega vel undir rúmmi (nota bene... ekki nægilega vel, það var sko þrifið, var ekki viss hvort það væri alveg 100% hreint), eða að það ætti eftir að sótthreinsa klóstið og vaskinn á baðinu. Já, það sem ég vel mér að vera andvaka yfir þessa dagana. Þið skiljið núna afhverju ég upplifi mig sem snargeðveika.
En jæja, kannski meira af heiðurgerð seinna.
Kv,
Beta
Fólk hefur annars verið duglegt að senda okkur ýmsar aðferðir við að koma þessu af stað. Við erum þakklát fyrir hugmyndirnar þó sumar séu æði frumlegar. Við erum frekar afslöppuð yfir þessu öllu saman þó ég verði að viðurkenna það að ég sé aðeins byrjuð að þreytast. Sem betur fer er góður hópur af fólki í kringum mann sem passar að manni leiðist ekki, né verði of myglaður af ástandinu.
Jón hefur lifað af nokkrar bylgjur af hreiðurgerð, og þar sem þetta hefur dregist á langinn þá hef ég heimtað að hreiður-hreingerninginn sé endurtekinn nokkrum sinnum. Það er alveg ótrúlega magnað að upplifa sjálfan sig svona hrikalega geðveikan. Þeir sem þekkja til vita að ég er ekki alveg húsmóðurtýpan og stundum þegar ég tala þá trúi ég ekki að ég sé í alvörunni að segja þetta. Aldrei í lífinu hefði ég trúað því að ég gæti ekki hætt að hugsa um það að það hafi ekki verið þrifið nægilega vel undir rúmmi (nota bene... ekki nægilega vel, það var sko þrifið, var ekki viss hvort það væri alveg 100% hreint), eða að það ætti eftir að sótthreinsa klóstið og vaskinn á baðinu. Já, það sem ég vel mér að vera andvaka yfir þessa dagana. Þið skiljið núna afhverju ég upplifi mig sem snargeðveika.
En jæja, kannski meira af heiðurgerð seinna.
Kv,
Beta