miðvikudagur, júlí 28, 2004

Svöl í Svíþjóð :)

Í dag kom í ljós að við erum tryggð með mikilvægasta hlutinn... kalda mjólk út á sheríósið.  Við sáum fram á það að þurfa að borða þurrt sheríós í allan vetur þar sem við höfum ekki efni á ísskáp.  En sem betur fer fengum við póst í dag þess efnis að í íbúðinni sé ísskápur, eldavél og ofn.
En þá er hitt vandamálið, hvar ætli sé hægt að kaupa sheríós í Svíalandi?

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Rofar til í íbúðarmálum.

Jibbí.
Við erum komin með tilboð í leigusamning í Svíalandi. Samningurinn á víst að vera á leiðinni í snail mail. Um er að ræða íbúð við Tyska Bottens Vägen 48 í Bromme. Lofar góðu heilir 55 m^2 og í göngufæri við einhvern almenningsgarð með vatni. Reyndar er smá röllt út á næstu lestarstöð en ekkert sem að ungt og sprækt fólk vílar fyrir sér, spurning hvað við gerum. Neii grín. 

Annars erum við bara þessa dagana að koma búslóðinni okkar í lóg, eða pakka henni þannig ef að þig vantar ískáp... ;)

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Ferðalagasumarið mikla

Jæja, Þá erum við komin aftur til borgarinnar eftir svakalega ferðalagaviku. Sáum Víti í Öskju, Herðubreiðalindir, Mývatn og alla ættingjana hennar Betu. Það var voða stuð og við tókum myndir af öllu saman.