þriðjudagur, janúar 17, 2006

Ég er orðin gömul

Ég er orðin gömul. Ég er greinilega orðin svo gömul að ég veit ekki einu sinni lengur hvað ég hugsa. Það hendir mig sí og æ þessa dagana að ég fæ þessar brillíant hugmyndir og hugljómanir sem gjörsamlega breyta öllu fyrir mér og snúa heiminum algjörlega við. Svo segi ég Jóni spennt frá þessum pælingum mínum, næ varla andanum á meðan, tala á innsoginu og baða út höndunum. Þetta er ekkert smá mikil hugsana bylting!!! Nema hvað, hann svarar mér þurrlega að ég hafi sagt honum frá þessu áður. Ha? Ég hreinlega stoppa í lausu lofti og gapi! Hvað á hann við?
Jú, hún Beta gamla er víst í alvörunni orðin gömul og er víst byrjuð að enduruppgötva sjálfa sig í sífellu, verst að hún skyldi ekki hafa vit á því að halda því fyrir sjálfa sig. Ég er sífellt að segja Jóni frá "nýjum" uppgötvum sem eru svo alveg aldagamlar...

Hversu leim er það?

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha!! Lúði!!
kv. Ella sem á afmæli í dag :)

18 janúar, 2006 12:46  
Anonymous Nafnlaus said...

Shop at your favorite stores 24 hours a day. Why go to the mall when you can shop online and avoid the traffic

18 janúar, 2006 13:44  
Anonymous Nafnlaus said...

ef þú ert gömul, hvað er mamma þá ??

18 janúar, 2006 16:58  

Skrifa ummæli

<< Home