þriðjudagur, janúar 03, 2006

...it's like sooooo last year!!!

Gleðilegt ár elsku dúllurnar okkar og takk fyrir það liðna.
Við Jón erum á því að árið 2005 var aldeilis prýðilega gott ár. Held ég geti flokkað með þeim betri.
Það var mikið lært á árinu sem var að líða. Ég byrjaði í Markaðsakademíunni og skemmti mér konunglega þrátt fyrir að það hafi verið afar erfitt á köflum. Jón kláraði ISE námið sitt og á bara eftir að taka í hendina á rektor, til þess að fá að kalla sig master. Hann byrjaði svo á næstu masters-gráðu og tók 46 einingar á haustönninni (það er eðlilegt að taka 20 ein.)
Við ferðuðumst þónokkuð á árinu. Við fórum tvisvar til Eistlands á árinu og einu sinni til Finnlands. Stóru ferðalögin voru þó til London og svo ógleymanleg ferð til Afríku. Við fengum góða gesti í heimsókn til okkar (Pabbi Gaui, Mamma Hrafnhildur, Pabbi Grétar, Halla systir, Svala frænka og Ella vinkona), það var reglulega skemmtilegt og vonandi skemmtu þau sér vel.
Við kynntumst líka helling af nýju fólki og eignuðumst góða vini sem við vonandi munum eiga að um komandi ár. Það er alltaf jafn gaman að kynnast fólki sem manni finnst maður hafa þekkt alla ævi.
Rétt fyrir jól ákvað svo gamli skólinn okkar að veita okkur námsstyrk og Grétar frændi nefndi litlu dóttur sína í höfuðið á mér.
Já, árið 2005 var svo sannarlega gjöfult og skemmtilegt ár. Það var einnig afar erfitt en það hefur sýnt sig að þau ár, þegar við tökumst á við verðug markmið, þau eru mest gefandi.

Gleðilegt nýtt ár!

1 Comments:

Blogger Magdalena said...

Það var sérstaklega gaman að kynnast ykkur á árinu :)

05 janúar, 2006 22:03  

Skrifa ummæli

<< Home