Lakkrístoppar Betu
Við bökuðum aftur smákökur í gær. En þar sem við réðum ekki við græðgina þegar við fengum hráefnið sent og átum helmingin af því (en vandræðalegt að viðurkenna það!) þá urðum við að finna eitthvað í staðinn. Þar sem að Lionbar hafði heppnast vel í hina uppskrift þá skelltum við 2 stk af Lionbar út í deigið. Og vitið hvað, þetta heppnaðist svona hrikalega vel. Ég er alveg í vandræðum með að troða þeim ekki bara öllum upp í mig í einu. Hér er uppskriftin ef einhver vill.
Lakkrístoppar, Betu útgáfa...
3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
100 gr. rjómasúkkulaði
1 poki súkkalaðihúðað lakkrískurl
2 stk Lion Bar
Stífþeyta eggjahvítur og bæta sykri úti og þeyta áfram þar til sykur er alveg horfin.
Bæta þá söxuðu súkkulaði, söxuðu LionBar + lakkrískurli útí (hræra með sleif). Set með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakað við 175 gráður í c.a 12-14 mín
Lakkrístoppar, Betu útgáfa...
3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
100 gr. rjómasúkkulaði
1 poki súkkalaðihúðað lakkrískurl
2 stk Lion Bar
Stífþeyta eggjahvítur og bæta sykri úti og þeyta áfram þar til sykur er alveg horfin.
Bæta þá söxuðu súkkulaði, söxuðu LionBar + lakkrískurli útí (hræra með sleif). Set með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakað við 175 gráður í c.a 12-14 mín
5 Comments:
Mmmm, þetta ætla ég að prófa
kv. Vilma
Mmmmmm...hljómar ekkert smá vel :0)
Það væri nær að kalla þetta bakað nammi frekar en smákökur :P hehe
jömmíííí!! þetta verð ég gjörsamlega að prófa:)
ummm geggjað girnó, skelli smákökur um helgina, kv.ásta
Skrifa ummæli
<< Home