föstudagur, apríl 29, 2005

Valborgarmessa

Prófið búið, afgreitt og sent, ekki meira um það. Dagurinn í dag fór útréttingar með Möddu og Jóni í morgun og eftir hádegið fór ég og Jón í heljarinnar göngutúr. Gengum frá T-Central niður á Skanstull. Það var bara svo yndislegt veður að það var varla hægt að sleppa þessu. Æðisleg sól og hiti. Ég var í nýju sandölunum mínum og ég er ekki frá því að tærnar mínar hafi flissað af kæti yfir að hafa fengið að vera berar í smástund. Sérstaklega því þær fengu líka smá naglalakk... nohohoho!

Í fyrramálið verður stefnan tekin á Uppsali, þar er víst verið að fagna Valborgarmessu með öllu tilheyrandi. Hvað það er nákvæmlega, veit ég ekki alveg, en þið fáið kannski að frétta af því þegar við komum heim.

Á sunnudaginn verðu lagt af stað seinnipartinn með M/S Victoria til Tallinn og er áætluð heimkoma á þriðjudaginn. Þið fáið vonandi að sjá myndir og fréttir af þeirri ferð seinna meir.

Góða helgi!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

til lukku að vera búin með prófið og geggjað góða skemmtun um helgina,þetta hljómar alveg vel... kv. ásta

29 apríl, 2005 20:15  
Anonymous Nafnlaus said...

Elísabet, Elísabet, Elísabet, veistu, veistu, veistu hva ég var að fá PERMANETT í hárið og það er alveg ÆÐISLEGT. kv Svala

02 maí, 2005 21:38  

Skrifa ummæli

<< Home