þriðjudagur, apríl 19, 2005

Væmnikast!

Ég fékk umslag í dag frá systur minni. Í því voru myndir og myndband sem sýnt var í fermingunni hjá Svölu litlu frænku minni. Oooohhh... hvað ég hefði viljað vera þar. Ég sat hérna fyrir framan tölvuna í kvöld og hló svo hjartanlega að myndbandinu, það var yndislegt. Mér fannst hálf undarlegt að horfa á þessar myndir og finna fyrir söknuði fyrir litlu frænku minni. Minningarnar blossuðu upp og maður varð alveg ferlega væmin. Furðulegur þessi söknuður sem maður getur fundið fyrir yfir liðnum hlutum. Þessi litla frænka mín er horfin í staðinn er komin falleg ung kona (mun hávaxnari en ég er og stór glæsileg). Mér finnst pínku skrýtið að litla krúttið sé orðið svona stórt og fullorðið. Ég fæ vonandi tíma til að venjast því þegar hún kemur í heimsókn til okkar Jóns í sumar.

Ætli foreldrar hennar verði fúlir ef hún kemur heim með tattú?
En hring í naflann?
Bara spurði ;)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er nú viss um að hún múttan mín yrði nú ekki neitt ánægð með mig ef ég fengi mér tattú eða nafla hring.

19 apríl, 2005 17:25  

Skrifa ummæli

<< Home