Travolta-fílingur
Ég átti frí í skólanum í dag. Frekar fínt, stundum þarf maður bara rólegan dag inn á milli þar sem maður getur eytt smá tíma með sjálfum sér. Dagurinn hjá mér fór í smá heimilisverk en þar sem Madda dugnaðarforkur hjálpaði mér með innkaupin í gær, þá hafði ég slatta aukatíma afgangs. Sá tíma var eytt mjög samviskulega í Opruh þátt, ræktina og ljós. Alveg dásamlegt, verð ég að segja! Við fórum svo í Salsa tíma í kvöld og Jón var alveg að brilla. Stelpurnar hringsnérust í fanginu á honum og ég er ekki frá því að hafa séð smá Travolta-fíling þarna inn á milli. Það er svoldið að koma okkur á óvart hversu gaman við erum að hafa af þessum danstímum. Hver veit hvað við tökum okkur fyrir hendur næst. Hugmyndir eru vel þegnar í kommentin!
Kv,
Elísabet
Kv,
Elísabet
1 Comments:
Sund er fínt
:)
Bibba
Skrifa ummæli
<< Home