Þokkaleg þrautraun
Það bíður mín þokkaleg þrautraun næstu dagana. Ég er víst á leið í 48 tíma próf. Það byrjar á morgun kl: 12 og því lýkur á föstudaginn kl: 12. Eins og þið getið gert ráð fyrir þá hlakkar mig alveg svakalega til. Þetta er próf sem er sent heim til mín og fær maður að takast á við það með öllum tiltækum ráðum og hjálpargögnum og senda það svo tilbaka. Jón er búin að undirbúa það að elda góðan og hollan mat handa mér, nudda axlir og hvetja. Frekar gott að geta haft hann svona með í prófi. Eníhú... ég verð s.s. upptekin næstu daga.
Annars var síðasti tíminn í Salsa í kvöld. Kennarinn gaf okkur CD að kveðjugjöf. Nú verður bara dansað heima eða jafnvel kíkt á Salsaklúbb í og með. Við sjáum til.
Þar til næst, verið þið hress, ekkert stress og bless, bless!
Annars var síðasti tíminn í Salsa í kvöld. Kennarinn gaf okkur CD að kveðjugjöf. Nú verður bara dansað heima eða jafnvel kíkt á Salsaklúbb í og með. Við sjáum til.
Þar til næst, verið þið hress, ekkert stress og bless, bless!
2 Comments:
*Beta, Beta, she´s my man
if she can´t do it, noone can*
Þú rúllar þessu prófi upp, baráttukveðjur,
ásdís
Skrifa ummæli
<< Home