fimmtudagur, apríl 21, 2005

Bæði gleðilegt sumar og gleðilegar nærbuxur!

Gleðilegt sumar, smumar! Pfifff... haldið að það hafi ekki bara snjóað á okkur í dag. Sem hefði kannski verið allt í lagi, ef ég hefði ekki fattað eftir hádegið að það væri "Sumardagurinn fyrsti". Jæja, það fraus þó alla veganna saman sumar og vetur hér hjá okkur, ef það má kalla það það.

Ég og Madda drifum okkur í H&M í gær því það var afsláttur í gangi fyrir klúbbmeðlimi. Við hengum í kalla deildinni og skemmtum okkur við að skoða nærföt. Þeir sem hafa fylgst með á blogginu hafa kannski komist að því að karlmanna-nærföt eru einstaklega áhugaverð í Svíþjóð. Þarna stóðum við og flissuðum að öllu gegnsæju, litskrúðugu nærfötunum og skemmtum okkur alveg konunglega. Það voru einar sem voru í algjöru uppáhaldi hjá okkur. Það var pinkulítlar boxer-nærbuxur úr glansandi teygjuefni. Til að gera þær svona extra kjút, þá var klauf á hægri mjöðminni og til að halda klaufinni saman þá voru tvær lengur af semalíusteina-bandi þvert yfir mjöðmina. Sérlega karlmannlegt of glæsilegt, híhíhí. Gegnsæju g-strengirnir eru samt eiginlega allra fyndnastir... jaa, það eina sem toppar það eru veslings sænsku karlmennirnir sem eru að kaupa sér þá. Þeir minna helst á 15 ára unglingsstráka að kaupa sér smokka. Horfa helst í gaupnir sér, skipta litum, rauðir, hvítir og fjólubláir í framan og brosa svo hrikalega vandræðalega framan í afgreiðslumanninn "ehhh... þetta er sko gjöf!" . Við sáum einn í gær sem hélt því einmitt vandræðalega fram að þetta væri gjöf og þá fór afgreiðslumaðurinn að leita út um allt að "gjafa-límmiða" til að setja yfir verðið. Það tók hellings tíma og vakti ágætis athygli hjá viðstöddum. Afgreiðslumaðurinn stormaði um þarna fyrir innann borðið sveiflandi g-strengnum á einum fingri eins og stoltur bíleigandi með lyklakippuna sína. Greyi nærbuxna-viðskiptavininum leist greinilega ekki á alla athyglina sem g-strengurinn hans var að fá þannig að hálf stamaði út úr sér við afgreiðslumanninn "herru, slepptu þessu bara, þetta er ekkert mál!! Afgreiðslumaðurinn snéri sér ákaflega hissa að honum og sagði : " Já, en þá getur vinur þinn ekki skipt þessu!" Ég hélt ég ætlaði að pissa í mig af hlátri, greyi maðurinn! Þetta snérist ekkert smá í höndunum á honum. Hann tók svo g-strenginn og afþakkaði poka og tróð honum ofan í vasann á buxunum sínum. Alveg sá ég fyrir mér að einhver vasa-þjófurinn væri við það að detta í lukkupottinn.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ sæta gleðilegt sumar, þú getur nú aldeilis kætt mann með skemmtilegum sögum!!! heheheh en gafstu jóni ekki bara sætar nærur í sumardagsgjöf??? kv. Ásta

22 apríl, 2005 18:10  

Skrifa ummæli

<< Home