Bíddu, hver er þetta?
Hvað get ég sagt? Mér finnst ég hafa ósköp lítið og ómerkilegt að segja þessa dagana. Það er bara bidsniss as júsjúal hjá okkur svíalíngunum, þeas. éta, læra, sofa, þvo þvott, éta meir, vaska upp og versla inn. Ég reyndi í kvöld að hringja í fjölskylduna en það var bara enginn heima, enginn... Eftir að Þórdís mömmusystir svaraði ekki einu sinni símanum leist mér ekki á blikuna (hún er alfræg fyrir að vera farin í rúmmið fyrir tíu og vöknuð fyrir sex... ótrúlegt að við séum vera skyldar, merkilegt nokk!). Ef hún var ekki heima þá hlaut eitthvað að vera í gangi. Ég var farin að hafa áhyggjur af því að það væri búið að rýma Hafnarfjörð vegna eldgoshættu og kíkti á mbl.is . Helstu fréttirnar þar voru að það hefði Kviknað í dráttarvél við Þórustaði í Bitrufirði, sem er hvergi nálægt Hafnarfirði þannig að ég gerði ráð fyrir því að þau heima hefðu sloppið ómeidd frá þessum hildarleik og þetta væri ekki ástæðan fyrir hinu dularfulla hvarfi Hafnfirðinganna. Ég hringdi að lokum í gemsann hjá mömmu (mjög ráðagóð stúlka á ferð) og spurði hvað væri eiginlega í gangi og hvar í ósköpunum allir væru? Hún svaraði mér að bragði "Nú hér elskan!". Haldið að allt heila liðið hafi ekki bara ákveðið að hittast í mat og hugga sig. Ég er bara farin að hafa áhyggjur af þessu liði, bara byrjað að hittast og skemmta sér á mánudagskvöldum. Sjálfsagt sagt brandara eða tvo og jafnvel hlegið svoldið. Hvað varð um þá gömlu góðu daga þegar fólk hélt sig bara heima hjá sér, húkti fyrir framan sjónvarpið og sagði helst ekki eitt orð heilu kvöldin. Það varð þá alla veganna fegið þegar maður hringdi í það! Svona í lokinn verð ég að bæta því við kvörtunarpóstinn minn, að þegar ég náði svo loks í mömmu þá þekkti hún mig ekki. "Ha? Bíddu hver er þetta?" ég hélt nú ekki, ég ætlaði sko ekki að fara kynna mig fyrir minni eigin mömmu, kom ekki til mála, ekki séns. Já og Ásta frænka, þekkti mig heldur ekki... ég er virkilega farin að halda að fólk sé farið að gleyma mér. Right, who am I kidding... ég er bara komin með svona djúpa sexí rödd á allri menguninni í neðanjarðarlestinni.
1 Comments:
heheh maður á nú ekkert von á símtali frá útlöndum!!!! klikka ekki á þessu næst! kv. ásta
Skrifa ummæli
<< Home