sunnudagur, febrúar 27, 2005

Sí nartandi og svangur

Nú er þetta allt að koma! Jón Grétar er búinn að vera hitalaus í tvo daga og ég geri ráð fyrir því að hann verði orðinn alveg (g)óður eftir tvo innidaga í viðbót. Hann er ennþá svoldið kvefaður og eftir sig en nokkuð góður að öðru leyti. Eitt af aukaverkunum af batanum er sá að hann er alltaf svangur. Þetta er eiginlega eins og hann sé óléttur... sí nartandi og kvartandi yfir hungri.
Ég fór í Naturhistoriska safnið með Sveinbjörgu á föstudag. Safnið var alveg ágætt en mér fannst eiginlega skemmtilegast að hanga aðeins með annarri stelpu. Þrátt fyrir að Jón sé alveg yndislegur og skemmtilegur og dásamlegur þá fannst mér, sérstaklega eftir tvær vikur af veikindum, voða gott að komast í smá "women only" tíma með Sveinku.
Annars erum við búin að horfa svo mikið á sjónvarp og videó á meðan veikindunum stóð að annað eins hefur nú varla gerst. Erum búin að sjá allar myndir sem hafa komið út síðasta árið. Hefðum virkilega gott að því að slökkva á sjónvarpinu í svona eins og mánuð. En mig grunar að það sé nú ekki að fara gerast...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home