fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Hannaði "framtíðarvöruna"

Flensan er komin í heimsókn. Jón er orðinn fullur af kvefi og það er byrjað að gutla í eyrunum á greyinu. Í dag er þriðji dagurinn hans í þessu ástandi og ég að hann fari að hressast. Við komumst ekki í Salsa tíma á þriðjudaginn og verðum bara að vera dugleg að æfa okkur heima í staðinn. Annars bakaði ég tvær kökur á mánudaginn og hafa þær komið sér mjög vel þegar flensan er í heimsókn.
Ég er búin að vera vinna að verkefni í skólanum undanfarna þrjár vikur og við skiluðum því inn í gær. Svo á morgun eigum við að kynna það. Við áttum að velja vöruflokk og hanna út frá honum "framtíðarvöruna". Við völdum lyklaborð því að í gegnum alla þessa hröðu og miklu þróun á tölvubúnaði hafa lyklaborð sama og ekkert breyst. Við hönnuðum lyklaborð sem er sérstaklega hannað til að geta verið í stofunni við Media Center. Við komumst að því eftir markaðsrannsókn að það hefur enginn spáð í því hvað á að gera við lyklaborðin sem fylgja þessu drasli öllu. Frekar fúlt að þurfa geyma lyklaborða-hlunkinn á sófaborðinu. Þannig að okkar pæling var að gera lyklaborð út frá lazerlyklaborðinu (sjálfsagt margir sem hafa heyrt af þessari tækni) sem er til. Þetta er s.s. lítur standur sem varpar lazer lyklaborði á borðið fyrir framan þig og svo eru hreyfiskynjarar sem skynja á hvaða takka þú ert að ýta á. Eníhú... þetta virkar alla veganna sem alveg heví kúlt í verkefninu og við hljótum að fá góða einkunn. Eða það vona ég alla veganna!
Svo er próf hjá mér á mánudaginn og hjá Jóni á laugardeginum eftir viku.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home