fimmtudagur, febrúar 24, 2005

...en hann er ekki dauður eða neitt sko!

Morguninn byrjaði ekkert allt of vel hjá okkur. Jón er búin að vera frekar veikur síðustu daga og við höfum alltaf verið að vona að nú færi honum að batna. Sérstaklega því það er próf hjá honum á laugardag og í dag var mikilvæg kynning, á verkefni sem hann hefur verið að vinna, hjá honum í skólanum, og hann VARÐ að mæta til að fá próftökurétt. Þegar hann vaknaði í morgun leit hann eiginlega bara verr út en hina dagana og var ennþá með hita. Mér leist ekkert á að hann færi svona í skólann, en hvað gátum við gert! Hann varð að mæta! Um níuleytið hringdi ég í heilsugæsluna og pantaði símaviðtal og það var hjúkka sem hringdi í okkur tilbaka 20 mín. seinna. (Svoldið annað þjónustustig en heilsugæslan í HFJ). Sú hjúkka talaði við Jón og sagði honum að hann færi ekkert svona í skólann og ætti bara að koma strax og tala við lækni, hún ætti einmitt lausan tíma kl:10. Við vorum bara "Vá", en hann er ekkert dauður eða neitt sko! Heima var maður vanur því að ef þú ert alveg fáránlega veikur, þá er manni sagt að sjá til í 3 daga og hringja svo aftur. Ef maður er við það að drepast, þá fær maður kannski tíma eftir 2 vikur. Við erum svo hrikalega heppinn að heilsugæslan okkar er í sömu götu og við, þannig að við pökkuðum bara Jóni vel inn og löbbuðum yfir. Læknirinn sagði eiginlega strax við Jón að hann væri líklega með strepptókokka og skammaði hann pínu fyrir að hafa ekki haft samband fyrr. Við útskýrðum fyrir henni hvernig ferlið er á Íslandi og hún dæsti og sagði að það mætti nú vera aðeins meira þannig í Svíþjóð (í röðinni í mótttökunni á undan okkur var 12 ára strákur sem vildi tala við lækni því að hann var með smá sár á vörunni sem honum sveið í!). Við sögðum henni frá því að þetta væri örugglega í 4 skiptið sem Jón hefði fengið strepptókokka og þá sagðist hún ætla reyna skoða þetta mál eitthvað betur. Þar sem að á sama tíma hef ég aldrei fengið streptókokka þá hélt hún að þetta gæti verið allt saman mér að kenna, þeas að ég væri "heilbrigði smitberinn" sem gengi um brosandi og smitaði fólk af streptókokkum en yrði aldrei veik sjálf. Ég varð nú barasta pínu móðguð við þessar fullyrðingar allar, vildi meina að ég væri bara svona hrikalega hraust og hefði bara svona gott norðlenskt ónæmiskerfi. Eníhú... læknirinn tók próf úr okkur báðum og setti Jón á einhverjar pillur. Ef hann fær streptókokka bráðum aftur þá á hann að fá einhverjar súperpillur sem drepa þær alveg úr kerfinu (hún var að hafa áhyggjur af því þar sem hann fær þetta greinlega oftar en aðrir að þetta væri bara með fasta búsetu í kerfinu hjá honum). Svo skoraði hún stig hjá mér með því að segja að ef við færum strax í apótekið og keyptum lyfin og Jón tæki þau, þá mátti hann fara og halda kynninguna en svo átti hann að fara strax heim og upp í rúm.
Nú var þetta fyrst að vera spennandi... tíminn hans Jóns var á milli kl: 10-13 og sem betur fer vissi Jón að hópurinn hans átti að vera síðastur með kynningu. Við drifum okkur heim, náðum í skóladótið og fórum upp í Kista. Ég tók ekki í mál að fara í skólann, sagði að Jón myndi sko bara villast á leiðinni upp í skóla, hann væri svo veikur og ég ætlaði með að passa hann. (Ég var svo með sting í maganum allan daginn og bömmer yfir að hafa skrópað. Þetta átti að vera frekar mikilvægur tími.) Svo skelltum við okkur upp í Kista, í apótekið, pillurnar voru étnar, og inn í skólastofu. Og ég fékk að fara með! Jibbí! Mig langaði nefnilega líka svo að sjá fyrirlesturinn hans Jóns. Stuttu eftir að við komum, var komið að hópnum hans Jóns og þeir hreinlega brilluðu. Mér fannst þeir vera með langáhugaverðasta og flottasta verkefnið, enda kommentaði kennarinn sérstaklega á það eftir tímann. Það var mjög kúl efni, það er samt betra að Jón útskýri það fyrir ykkur við tækifæri. Jón stóð sig bara vel, talaði skýrt og fór vel með kynninguna þó að hann væri hálf aumingjalegur útlits, með trefill, sokkin augu, rauðan nebba og snýtubréf í annarri og hálstöflur í hinni. Ef ég á að segja alveg eins og er... fannst mér hann eiginlega bestur í bekknum... en ég er kannski ekki alveg hlutlaus dómari. Ég held samt að ég hafi rétt fyrir mér (... ég held það nú hvort eð er alltaf).
Þegar þetta mál var afgreitt fékk ég frekar mikinn hnút í magann út af skólanum mínum. Ég dreif mig svo upp í skóla því að ég átti fund með hópnum mínum og Bösse kennara út af lazer-lyklaborðs-verkefninu mínu. Ég afsakaði mig við Bösse og hann sagði að þetta væri allt í lagi, spurði bara hvernig Jón hefði það og varaði mig við að það væri eitthvað ógeð að ganga. Sonur hans (17 ára) hefði verið veikur í næstum því mánuð.... ojbara! Svo komu krakkarnir og við fórum yfir verkefnið. Og haldið þið ekki að hann hafi bara verið svona rosalega ánægður með það, frábært strúktur, vel skipulagt, mjög skynsamlega unnið og blablabala. Hann var með engar athugasemdir og það eina sem hann skrifaði voru bara hans hugleiðingar um vöruna og verkefnið. Eina sem hann sagði okkur var að við þyrftum ekki að vera svona rosalega strúktúreruð næst, það gæti leitt til of mikillar "tunnel-vision" eins og hann kallaði það. Við útskýrðum þá fyrir honum að vinnan hjá okkur sem slík hefði ekki verið rosalega strúktúreruð, en þar sem að varann var þannig að það var svo auðvelt að gleyma sér í einhverjum pælingum út um allan geim að þá ákváðum við að vera mjög strúktúreruð í skýrslunni.
Eftir viðtalið spurði ég krakkana hvað hafði verið í gangi um morguninn í tímanum og þá sögðu þau mér að þetta hefði ekki verið neitt svo mikilvægt. Bara gaur að tala um lokaverkefnið sitt, eitthvað sem mátti svo sem alveg missa sín. OMG, hvað mér létti! Tíminn sem er svona mikilvægur er þá bara á morgun, ég heppin mar!
Svo var ég bara alveg búin þegar ég kom heim, lagðist bara í sófan og sofnaði. Já og var svo hrikalega löt í kvöldmatnum að Jón fékk bara Billy's pizzu og franskar, veslingurinn! Svona er nú illa hugsað um hann þegar hann er veikur greyið... já og svo er hann bara að vaska upp núna. Jiii... ég verð nú að fara taka mig á. Annars eldaði ég gott fyrir hann í gær og bakaði líka köku þannig að ég á kannski smá bónusstig inni.
Bæjós, farin að hugsa vel um greyið mitt!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æ Elsku dúllurnar mínar - þetta var nú meira ævintýrið en allt er gott sem endar vel. Ég var einmitt að tala við Rösu ömmu Jóns Grétars og biður hún innilega að heilsa. Ég las fyrir hana skrifin og er hún rosalega stolt af ykkur. Ég vona svo að Jón Grétar haldi áfram að brillera þó einhverjir kokkar séu að berjast inní honum og að hið góða nái yfirráðum að lokum. En án gríns þá ætti hann að fá þessa töfrapillu sem drepur þetta í eitt skipti fyrir öll þar sem hann er að fá þetta aftur og aftur.. kv. Hrafnhildur mamma

24 febrúar, 2005 21:43  
Anonymous Nafnlaus said...

Sko, ég á einn svona náttúrulega smitbera (hann Leó minn) og það er bara voða flott! Hann verður aldrei veikur af stretókokkum, það er sko stór plús að vera svoleiðis

25 febrúar, 2005 10:23  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ þetta er ég. Vissirðu að ég er líka með blogg síðu ( og bara líka soldið flotta meirra segja).
é er að fara í ferð með skólanum, Þetta er svona umbunar ferð fyri alla sem eru með minna en 12 refsipunkta ;)
en ef þú vilt vita meir kíktu þá inn á http://www.folk.is/svala-jons

27 febrúar, 2005 21:30  

Skrifa ummæli

<< Home