þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Prófið búið og stærsta systir er orðin 35 ára!

Þá er fyrsta prófið búið. Ég sendi það til kennarans fyrir akkúrat 15 sekúndum. Ég er búin að sitja við tölvuna frá kl 10 í morgun og er orðin hálf ringluð í hausnum. 14 tíma próf er nú bara met hjá mér verð ég nú að segja!
Jón Grétar er búin að vera alveg brillíant í að hjálpa mér og það er bara búið að vera stjan síðan í morgun. Hef ekki þurft að lyfta fingri... fyrir utan það sem ég pikka á tölvuna. Meira segja þegar ég ætlaði alveg að fara yfir um á einni spurningunni þá settist hann niður með mér og las með mér í gegnum eitt heftið svona til þess að skerpa á skilningnum. Þetta var samt frekar flókið, þó að við læsum stundum bæði textann þá skildum við ekki alveg hvað höfundurinn var að fara. En eftir nokkrar heimspekilegar umræður þá komumst við að niðurstöðu og ég settist niður og hélt áfram með ritgerðina. Það er munur að eiga svona kláran kall!
Núna kl: 23 tók svo Sveinbjörg við og fór yfir málfar hjá mér. Alveg er hún brilli, stelpan! Algjör snilld að fá svona aðstoð, sérstaklega þegar maður er orðin svo ringlaður og aumur í augnum að maður er alveg hættur að sjá allar villur. Enda voru sumar villurnar mjög heimskulegar hjá mér, frekar heppin að fá málfræði aðstoð.

Annars er Nonninn minn bara að verða veikur aftur. Já, hann hitt víst veikan skota sem smitaði hann af einhverju öðru ógeði en því sem Jón var með í síðustu viku. Ég sem hélt að skotar væru alltaf svo hraustir. Hann hefur kannski reynt að ganga í pilsi hérna í snjónum, mar veit aldrei!

Nú ætla ég að fara sofa í hausinn á mér, eins og mamma kallar það! Góða nótt!

P.s. núna er Rósa systir formlega orðin 35 ára eða fyrir 15 mínútum að sænskum tíma. Hún verður hinsvegar 34 ára í 45 mínútur í viðbót á Íslandi. Til hamingju með afmælið, elsku stærsta systir!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home