Þetta fer nú bara að vera of létt!
Ég er alveg heilluð af þessu statistik forriti sem Gummi sýndi mér. Það eru greinilega miklu fleiri sem er að lesa þetta blogg en við bjuggumst við. Já, og hér með fer sérstök kveðja til Hjalta í Vesturheimi.
Þar sem ég er byrjuð að setja inn linka á vini, vinnufélaga og ættingja hérna í linkasafninu þá vil ég biðja þá sem eru með blogg, og eru ekki komin með tengil á sig, um að senda okkur póst svo við getum bætt úr því.
Annars fór gærkvöldið bara alveg óvart í smá djamm. Við fórum í heimsókn til Kidda því þar átti að vera smá partí í húsinu. Við vorum að endurgjalda honum greiðan síðan hann kom til okkar og hélt í hendina á okkur þegar partíið var hér. Svo bara bættist hitt og þetta fólk í hópinn, meira segja Grjóni sem stoppaði í Stokkhólm á leið sinni til St. Pétursborg þar sem hann er að fara læra rússnesku. Þannig að það var orðið frekar þröngt í íbúðinni hjá Kidda og mikið af bjórdósum í íbúðinni. Þarna undir endann heyrðist meira segja úr einu horninu "Aaadúmmadadúmmadadúmmada...Aaað innan ég mála með polýtex, pólýtex er efnið sem aldrei bregst. Að utan ég mála með útitex, pólýtex innaná, útitex utaná. Texið er efnið sem segir sex... sem segir sex!!!"
Já, þetta var bara nokkuð skemmtilegt. Annars get ég nefnt það í framhjáhlaupi að enn og aftur burstaði ég strákana í Munchkin, reyndar í Star Munchkin að þessu sinni.
Strákar! Þið verðið verulega að fara taka ykkur á, þetta fer bara að verða of létt!
Annars heldur próflesturinn áfram, frekar hægt, en þetta miðast. Ég á svo erfitt með að finna "motivation" þegar ég veit að ég fæ bara staðist fyrir áfangann. Ég hef alltaf ákveðið fyrir próf "í þessu prófi ætla ég að fá þessa einkunn" og svo hef ég bara unnið þangað til ég veit að ég fæ þá einkunn sem ég vildi, hvort sem það var 8, 9 eða 10. Þetta kerfi hefur þrælvirkað þangað til núna. Núna veit ég eiginlega ekkert hvað ég á að gera! Ekki vill ég taka algjört óverkill á þetta og tryggja að ég sé með besta prófið, það er bara sóun á orku og tíma því mar fær ekkert kredit fyrir það. Ef einhver er með góða hugmynd þá megið þið skella henni á mig!
Þar sem ég er byrjuð að setja inn linka á vini, vinnufélaga og ættingja hérna í linkasafninu þá vil ég biðja þá sem eru með blogg, og eru ekki komin með tengil á sig, um að senda okkur póst svo við getum bætt úr því.
Annars fór gærkvöldið bara alveg óvart í smá djamm. Við fórum í heimsókn til Kidda því þar átti að vera smá partí í húsinu. Við vorum að endurgjalda honum greiðan síðan hann kom til okkar og hélt í hendina á okkur þegar partíið var hér. Svo bara bættist hitt og þetta fólk í hópinn, meira segja Grjóni sem stoppaði í Stokkhólm á leið sinni til St. Pétursborg þar sem hann er að fara læra rússnesku. Þannig að það var orðið frekar þröngt í íbúðinni hjá Kidda og mikið af bjórdósum í íbúðinni. Þarna undir endann heyrðist meira segja úr einu horninu "Aaadúmmadadúmmadadúmmada...Aaað innan ég mála með polýtex, pólýtex er efnið sem aldrei bregst. Að utan ég mála með útitex, pólýtex innaná, útitex utaná. Texið er efnið sem segir sex... sem segir sex!!!"
Já, þetta var bara nokkuð skemmtilegt. Annars get ég nefnt það í framhjáhlaupi að enn og aftur burstaði ég strákana í Munchkin, reyndar í Star Munchkin að þessu sinni.
Strákar! Þið verðið verulega að fara taka ykkur á, þetta fer bara að verða of létt!
Annars heldur próflesturinn áfram, frekar hægt, en þetta miðast. Ég á svo erfitt með að finna "motivation" þegar ég veit að ég fæ bara staðist fyrir áfangann. Ég hef alltaf ákveðið fyrir próf "í þessu prófi ætla ég að fá þessa einkunn" og svo hef ég bara unnið þangað til ég veit að ég fæ þá einkunn sem ég vildi, hvort sem það var 8, 9 eða 10. Þetta kerfi hefur þrælvirkað þangað til núna. Núna veit ég eiginlega ekkert hvað ég á að gera! Ekki vill ég taka algjört óverkill á þetta og tryggja að ég sé með besta prófið, það er bara sóun á orku og tíma því mar fær ekkert kredit fyrir það. Ef einhver er með góða hugmynd þá megið þið skella henni á mig!
1 Comments:
maddastina.blogspot.com
Skrifa ummæli
<< Home