mánudagur, febrúar 14, 2005

Glugginn hans Jóns og "strákursemeignaðistkærustu"

Mér hefur alltaf þótt pínu erfitt að skilgreina íbúðina okkar því hún er eiginlega ekki beint fjölskylduíbúð. Á laugardagskvöldið byrjaði umræða um skipulagninguna á íbúðunum hjá SSSB og mér fannst við komast að nokkuð góðri niðurstöðu þar. Sveinbjörg og Gummi búa í fjölskylduíbúð með eldhúsi, stofu og geymslu, já og Ernir og Bönga líka því þeirra íbúð er nákvæmlega eins og S&G íbúð. Strákarnir búa í single íbúð með sameiginlegu eldhúsi og við Jón búum í svona "strákursemeignaðistkærustu"-íbúð. Það skilja held ég allir þessa útskýringu sem hafa komið hingað. Ég er samt voða skotin í íbúðinni okkar og ætla núna að fara hengja upp gardínur fyrir gluggann hans Jóns (meðan kakan er í ofninum).

P.s. þetta er glugginn hans Jóns því skrifborðið hans er fyrir framan hann.
P.p.s. ég er líka búin að eignast skrifborð (Ikea ferðin á lau.) :D
P.p.p.s. Núna getur öll fjölskyldan (bæði ég og Jón) sitið við skrifborð og lært.
P.p.p.p.s. Samt er slegist um ferðatölvuna svo hægt sé að sitja í sófanum með fæturnar upp á borði meðan imbinn blastar sænskum raunveruleikaþáttum!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, er ekki ódýrt að versla í IKEA þarna úti? Er þetta ekki svona IKEA himnaríki? Virðist vera... ertu ekki "ALLTAF" að versla?

15 febrúar, 2005 00:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Mig langar að biðja kæru mistery manneskjuna/urnar okkar um að byrja kvitta undir skilaboðin sín. Það er voða gaman að fá að vita hver er að senda okkur línu. Kv, Elísabet
P.s. já þetta er algjör Ikea himnaríki!

15 febrúar, 2005 09:39  
Anonymous Nafnlaus said...

já mig hlakkar til að komast í IKEA - og maður setur ekki saman fyrr en maður er kominn heim ekki satt ? hehe. Ég heiti Hrafnhildur -stundum kölluð T-mom og er farin að telja niður daga ;-)

16 febrúar, 2005 12:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Beta rokk! Ég hitti systur þína (þessa sem er alveg eins og þú!) í Kringlunni í gær og hún sagði mér frá síðunni ykkar. Mig langaði að drita á þig kveðju og fá að heyra hvað þú ert að læra og solleis!!!!!! Gaman væri að heyra frá þér:) e-mailið í vinnunni er sunna@solheimar.is. Kveðja og knús, Rósa Viggós.

16 febrúar, 2005 18:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Rósa
En gaman að fá frá þér kveðju! Sú systir mín (sem er alveg eins og ég) er líklega Rósa. Halla er ljóshærð. Ég sendi þér línu á mailið þitt, endilega fylgstu með okkur hérna á blogginu. Alltaf gaman að vita af fólkinu sem kíkir hérna inn.
Kv,
Elísabet

16 febrúar, 2005 21:45  

Skrifa ummæli

<< Home