föstudagur, febrúar 18, 2005

Gulur, grænn og appelsínugulur

Jæja, nú á ég að vera læra undir próf en hreinlega reyni að gera allt annað. Eins og venjulega þegar er komið að prófum. Nú t.d. finnst mér rosa góða hugmynd að skrifa aðeins á bloggið okkar.
Í gær fórum við í heimsókn til Kidda upp í Kista og fengum okkur indverskan. Ég fékk svo að koma við í Karamell Kungen í Coop og kaupa mér nammi því ég var á leið í próflestur. Ég skellti mér í slaginn með skeið í annarri og poka í hinni og strákarnir biðu þolinmóðir hjá. Eftir þónokkra stund heyrðist í Kidda "Bíddu, hvað er hún eiginlega að gera?" Jón: " Ég trúi þessu ekki, hún er að sortera eftir litum!!!" Jebb.... algjör snilld, mér fannst ég vera svo sniðug. Haldið að ég hafi ekki fundið stóran dall með Starburst Jellybeans og þarna gat ég dúllað mér við að veiða upp alla góðu litina og skilið þessa vondu eftir. Sæl og ánægð skoppaði ég á kassann með pokann fullan af gulum, grænum og appelsínugulum jellybeans. Ég er ennþá í góðu skapi yfir þessu!

1 Comments:

Blogger Magdalena said...

Snillingur ;)

18 febrúar, 2005 14:13  

Skrifa ummæli

<< Home