sunnudagur, febrúar 13, 2005

...ryksuga harðfiskinn

Þetta var afkastamikil helgi. Á laugardaginn var farið með Gumma og Sveinbjörgu í IKEA þar sem var keyptur fjórði eldhússtóllinn (tengdó er að koma í heimsókn og við vildum geta boðið þeim sæti) og ýmislegt fleira, svo fórum við heim með pakkafullan steisjón bílinn. Við litum út eins og 5 manna fjölskylda á leið heim úr Verslunarhelgarferðalaginu. Svo fórum við í Willy's sem er svona bónusbúð og gerðum þvílík kjarakaup.
Á meðan sat Jón heima og var voða duglegur að læra. Jaaa... svo var hann voða duglegur að setja saman hluti úr Ikea meðan við hin fórum að versla í matinn.
Svo var haldið afar þjóðlegt Þorra/Júró-blót. Þjóðleg í þeim skilningi að þarna var mjög þjóðlegur matur, samt meira svona alþjóðlegur... en þjóðlegur í hverju landi fyrir sig. Það var , t.d. mexikanskur enchiladas, þýskur jagermeister, sænskur bjór og íslenskur harðfiskur á boðstólum.

Þegar við vöknuðum í morgun til að fara ryksuga allan harðfiskinn af gólfinu þá var þvílík snjókoma úti og allur glugginn hvítur af snjó. Furðulegt... á föstudaginn var svo mikil sól og fallegt veður að ég hélt að það færi bara að koma sumar. Týpískt...

Annars er íbúðin okkar öll að verða hreiðurlegri með hverri Ikea ferðinni. Næstum komnar gardínur fyrir alla gluggana, nokkrar myndir á veggina, ein planta og skógrind. Við erum bara voðalega ánægð í litlu íbúðinni okkar á Emmylundsveg. Er hægt að biðja um mikið meira?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home