Júró-blót!
Við skelltum okkur á Onsdagspub í gær. Kiddi hafði samband við okkur og notaði trikkið "en það eru allir að fara!". Síðan hringdi hann í alla hina og notaði sama trikk á þá. Þetta viðurkenndi hann svo stoltur í lestinni á leiðinni á pöbbinn. Annars dró hann Möddu, gömul bekkjarsystir hans úr Kvennó, með sér. Það var frekar fyndið því að Madda var líka besta vinkona hennar Guðrúnar, litlu systur hans Jóns Grétars. Þannig að þau þekkjast svoldið, já og við tvær líka því að hún vann heima í sumar hjá Halló Norðurlönd þar sem ég notaði þjónustu hennar óspart. Hún ætlaði að draga mig og Heiðrúnu á Jujitsu æfingu í kvöld (það sem maður samþykkir eftir nokkra bjóra!!!) en það datt svo uppfyrir því að hún átti að fá nýju tölvuna sína senda heim í kvöld.
Annars er planið að fara ekki á íslendinga þorrablót sem verður haldið hérna í Stokkhólm á laugardagskvöldið, heldur halda sitt eigið Júró-blót þar sem fyrsta undankeppnin af milljón fyrir júróvisíjón verður einmitt á laugardagskvöldið. Við eigum harðfisk og Egils appelsín og finnst við vera alveg fær í allan sjó að halda júró-blót. Ég luma meira segja kannski á smá N&S súkkulaði og appolló, lofa samt ekki að það verði ennþá til á laugardagskvöldið.... þið þekkið mig :)
Annars er planið að fara ekki á íslendinga þorrablót sem verður haldið hérna í Stokkhólm á laugardagskvöldið, heldur halda sitt eigið Júró-blót þar sem fyrsta undankeppnin af milljón fyrir júróvisíjón verður einmitt á laugardagskvöldið. Við eigum harðfisk og Egils appelsín og finnst við vera alveg fær í allan sjó að halda júró-blót. Ég luma meira segja kannski á smá N&S súkkulaði og appolló, lofa samt ekki að það verði ennþá til á laugardagskvöldið.... þið þekkið mig :)
1 Comments:
Þið hefðuð átt að auglýsa júróblótið fyrr, þá hefði ég sparað mér 350 krónur og fengið appelsín...
Sjáumst á æfingu á fimmtudaginn ;)
Skrifa ummæli
<< Home